Enski boltinn

Gylfi meiddist gegn Liverpool í gær en er ekki brotinn

Arnar Björnsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í gær. Mynd/AFP

Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á rist í gær þegar Reading sló Liverpool út úr ensku bikarkeppninni. Þegar Gylfi vaknaði í morgun átti hann erfitt með að stíga í fótinn en eftir læknisskoðun kom í ljós að hann er óbrotinn.

Reading á erfiðan leik fyrir höndum á laugardag þegar liðið mætir Nottingham Forest sem er í 2. sæti deildarinnar. Gylfi sagði í samtali við Vísi að það væri óvíst að hann gæti spilað á laugardag. Gylfi framlengdi nýlega samning sinn við Reading og er samningsbundinn félaginu í 3 og hálft ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×