Enski boltinn

Mancini setur pizzur og rauðvín á matseðill leikmanna City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AFP

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, vill skipta sér af matarræði leikmanna sinna og vill auka árangur þeirra inn á vellinum með því að koma með ítölsku áhrifin inn á matseðillinn.

Það er ekki bara maturinn sjálfur sem mun breytast heldur vill Roberto Mancini einnig að leikmenn sínir venji sig á það að drekka eitt gott rauðvínsglas með matnum.

„Ég mun hægt og rólega laga það sem leikmenn borða fyrir leiki. Þeir þurfa að borða meira af kjúklingi, pizzum og öðrum kolvetnisríkum mat. Það er líka mikilvægt að drekk rauðvínsglas með en það er ekki á borðum í dag," sagði Roberto Mancini í viðtali við Corriere dello Sport.

Mancini ætlar því greinilega að halda ítölskum hefðum hátt á lofti í Manchester City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×