Handbolti

Hansen ætlar að halda kjafti á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mikkel Hansen.
Mikkel Hansen.

Danska stórskyttan, Mikkel Hansen, mun ekki verða fyrirferðamikill í dönskum fjölmiðlum eftir leiki liðsins á EM. Hann hefur nefnilega ákveðið að gefa ekki nein viðtöl eftir leiki Dana.

Hansen er mikil tilfinningavera og lengi að ná sér niður eftir leiki.

Hann á því í vandræðum með að hafa stjórn á sér í viðtölum nokkrum mínútum eftir leiki. Það getur skapað vandræði.

Til þess að afstýra mögulegum stórslysum í viðtölum við fjölmiðlamenn hefur Hansen einfaldlega ákveðið að gefa ekki nein viðtöl eftir leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×