Ráðstjórn sem er Erni Bárði að skapi Brynjólfur Þór Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2010 04:00 Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna. Nú væri gaman að vita hvort Erni Bárði sé eins innanbrjósts um raunveruleg slík brot þegar þau gagnast kirkjunni hans. Tók Örn Bárður, sem um skeið var ritari kristnihátíðarnefndar, sig til dæmis til og mótmælti kristnihátíðinni árið 2000 með þeim orðum að þar væri verið að fagna því að trúfrelsi var afnumið á Íslandi? Steig Örn Bárður þá á stokk og sagði að ekki væri við hæfi að minnast þess með velvilja að fólki var bannað að velja sér eigin trú? Eða er hann fyllilega sáttur við þá miðstýrðu ráðstjórn að einn maður á Alþingi skyldi afnema trúfrelsi og ákveða að allir væru kristnir? Og grætur hann þá ekki við hvert tilefni þegar hann rifjar upp að einn kóngur í Danmörku ákvað rúmu hálfu árþúsundi síðar að Íslendingar skyldu vera mótmælendatrúar en ekki kaþólikkar? Eða er hann hæstánægður með þessa atburði vegna þess að þeir lögðu grunninn að því að snemma á 21. öld er hann prestur í Þjóðkirkju? Trúfélagi sem nýtur opinberrar verndar og fær víðast að valsa um skóla og leikskóla til að boða trú sína, reyna að ná í sálir barnanna á þeim stöðum sem þau eru send til mennta? Og ef Erni Bárði er svona illa við miðstýringu hlýtur hann að vera andvígur því að ríkisvaldið verndi eitt trúfélag, að ríkisvaldið segi þar með að sú trú sé stjórnvöldum þóknanleg og öðrum æðri. Það hlýtur að vera ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hlýtur því að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Örn Bárður hlýtur líka að vera andvígur þeirri miðstýrðu ákvörðun ríkisvaldsins að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nema auðvitað að hann taki framar haginn af því að safna sóknargjöldum þessara barna þegar þau komast á aldur. Eða er allt tal hans bara yfirvarp yfir óhefta hagsmunabaráttu? Örn Bárður er einn þeirra presta sem hafa sýnt sig að skirrast ekki við að fara með ósannindi í umræðunni um hvort stöðva eigi trúboð í skólum eða ekki. Hann segir til dæmis í grein sinni „Bjúgverpill og birtingaráform ráðstjórnar" í þessu blaði 11. nóvember að umorða megi markmið mannréttindaráðs þannig að einangra eigi starf presta við kirkjuhúsin ein. Þetta er rugl og vitleysa. Það er aðeins verið að tala um að trúboð og trúarlegt starf verði ekki stundað í leikskóla- og skólastarfi í borginni. Tillögur ráðsins ganga ekki út á neitt annað. Það veit Örn Bárður hafi hann kynnt sér tillögurnar. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hafnarfirði, laug því blákalt að söfnuði sínum og hlustendum Rásar 1 að húmanistar vildu banna 90 prósentum þjóðarinnar að iðka sína trú. Það er enginn að tala um þetta, það er að segja enginn nema helstu andstæðingar breytinganna. Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði. Og Siðmenntarmaðurinn hlýtur að vera afskaplega ógnvænlegur karakter, þótt ég þekki hann reyndar af góðu einu. Hann hefur í það minnsta talað af meiri virðingu um trú séra Arnar heldur en Örn hefur sjálfur talað um lífsviðhorf okkar sem presturinn kallar þá ómerkilegustu trú sem til sé, trúin á manninn. En komum þá að svarinu við spurningunni fremst í greininni, spurningunni um hversu mikil trúfrelsisást séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju, er í raun og veru. Hvað segir hann um afnám trúfrelsis á Íslandi? Jú, í greininni segir hann: „Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni." Já, nefnilega. Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. En að koma í veg fyrir trúboð hans og trúsystkina hans í skólum, það er stórkostleg aðför að mannréttindum meirihlutans. Örn Bárður: Kanntu annan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna. Nú væri gaman að vita hvort Erni Bárði sé eins innanbrjósts um raunveruleg slík brot þegar þau gagnast kirkjunni hans. Tók Örn Bárður, sem um skeið var ritari kristnihátíðarnefndar, sig til dæmis til og mótmælti kristnihátíðinni árið 2000 með þeim orðum að þar væri verið að fagna því að trúfrelsi var afnumið á Íslandi? Steig Örn Bárður þá á stokk og sagði að ekki væri við hæfi að minnast þess með velvilja að fólki var bannað að velja sér eigin trú? Eða er hann fyllilega sáttur við þá miðstýrðu ráðstjórn að einn maður á Alþingi skyldi afnema trúfrelsi og ákveða að allir væru kristnir? Og grætur hann þá ekki við hvert tilefni þegar hann rifjar upp að einn kóngur í Danmörku ákvað rúmu hálfu árþúsundi síðar að Íslendingar skyldu vera mótmælendatrúar en ekki kaþólikkar? Eða er hann hæstánægður með þessa atburði vegna þess að þeir lögðu grunninn að því að snemma á 21. öld er hann prestur í Þjóðkirkju? Trúfélagi sem nýtur opinberrar verndar og fær víðast að valsa um skóla og leikskóla til að boða trú sína, reyna að ná í sálir barnanna á þeim stöðum sem þau eru send til mennta? Og ef Erni Bárði er svona illa við miðstýringu hlýtur hann að vera andvígur því að ríkisvaldið verndi eitt trúfélag, að ríkisvaldið segi þar með að sú trú sé stjórnvöldum þóknanleg og öðrum æðri. Það hlýtur að vera ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hlýtur því að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Örn Bárður hlýtur líka að vera andvígur þeirri miðstýrðu ákvörðun ríkisvaldsins að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nema auðvitað að hann taki framar haginn af því að safna sóknargjöldum þessara barna þegar þau komast á aldur. Eða er allt tal hans bara yfirvarp yfir óhefta hagsmunabaráttu? Örn Bárður er einn þeirra presta sem hafa sýnt sig að skirrast ekki við að fara með ósannindi í umræðunni um hvort stöðva eigi trúboð í skólum eða ekki. Hann segir til dæmis í grein sinni „Bjúgverpill og birtingaráform ráðstjórnar" í þessu blaði 11. nóvember að umorða megi markmið mannréttindaráðs þannig að einangra eigi starf presta við kirkjuhúsin ein. Þetta er rugl og vitleysa. Það er aðeins verið að tala um að trúboð og trúarlegt starf verði ekki stundað í leikskóla- og skólastarfi í borginni. Tillögur ráðsins ganga ekki út á neitt annað. Það veit Örn Bárður hafi hann kynnt sér tillögurnar. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hafnarfirði, laug því blákalt að söfnuði sínum og hlustendum Rásar 1 að húmanistar vildu banna 90 prósentum þjóðarinnar að iðka sína trú. Það er enginn að tala um þetta, það er að segja enginn nema helstu andstæðingar breytinganna. Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði. Og Siðmenntarmaðurinn hlýtur að vera afskaplega ógnvænlegur karakter, þótt ég þekki hann reyndar af góðu einu. Hann hefur í það minnsta talað af meiri virðingu um trú séra Arnar heldur en Örn hefur sjálfur talað um lífsviðhorf okkar sem presturinn kallar þá ómerkilegustu trú sem til sé, trúin á manninn. En komum þá að svarinu við spurningunni fremst í greininni, spurningunni um hversu mikil trúfrelsisást séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju, er í raun og veru. Hvað segir hann um afnám trúfrelsis á Íslandi? Jú, í greininni segir hann: „Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni." Já, nefnilega. Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. En að koma í veg fyrir trúboð hans og trúsystkina hans í skólum, það er stórkostleg aðför að mannréttindum meirihlutans. Örn Bárður: Kanntu annan?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun