Magnús plataði mig ekki í þetta kjaftæði 20. nóvember 2010 07:15 Jakob Valgeir Flosason segir æskuvin sinn, sem stýrði gjaldeyrissjóði Glitnis, ekki hafa fengið sig með í Stím: Fyrrverandi stjórnarformaður Stíms neitar að gefa upp hver það var frá Glitni sem fékk hann til liðs við verkefnið og sannfærði hann um að taka að sér stjórnarformennsku í félaginu. Það hafi þó ekki verið vinur hans Magnús Pálmi Örnólfsson. Magnús Pálmi er einn þeirra sem hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis. Magnús stýrði gjaldeyrissjóðnum GLB FX sem keypti haustið 2008 verðlaust skuldabréf, útgefið af Stími, á 1,2 milljarða af Saga Capital. Þar með slapp Saga Capital undan skuldbindingum sínum vegna Stíms, ólíkt öllum öðrum sem tóku þátt í verkefninu. Magnús Pálmi undirritaði samninginn um kaupin á bréfinu fyrir hönd sjóðsins. Fréttablaðið hefur síðan á þriðjudag ítrekað en án árangurs reynt að ná tali af Magnúsi Pálma til að spyrja hann um ástæður þess að hann kaus að verja 1,2 milljörðum í verðlausan pappír. Magnús Pálmi er Bolvíkingur og æskuvinur Jakobs Valgeirs Flosasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Stíms. Félög á vegum þeirra beggja eru skráð til húsa í Síðumúla 33. Spurður hvort Magnús sé tenging hans inn í málið segir Jakob það af og frá. „Ég þekki fullt af fólki í þessum banka. Magnús kom ekki að því að plata mig í þetta kjaftæði." Hann fæst hins vegar ekki til að segja frá því hver eða hverjir það voru. „Það kannski kemur fram einhvern tímann seinna." Það hafi þó ekki heldur verið Jóhannes Baldursson, fyrrverandi yfirmaður markaðsviðskipta, sem sagður er hafa komið hluthafahópi Stíms saman. Jakob Valgeir hefur ekki verið yfirheyrður vegna málsins. Sjálfur segist hann ekkert hafa að fela í málinu. - sh Stím málið Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarformaður Stíms neitar að gefa upp hver það var frá Glitni sem fékk hann til liðs við verkefnið og sannfærði hann um að taka að sér stjórnarformennsku í félaginu. Það hafi þó ekki verið vinur hans Magnús Pálmi Örnólfsson. Magnús Pálmi er einn þeirra sem hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis. Magnús stýrði gjaldeyrissjóðnum GLB FX sem keypti haustið 2008 verðlaust skuldabréf, útgefið af Stími, á 1,2 milljarða af Saga Capital. Þar með slapp Saga Capital undan skuldbindingum sínum vegna Stíms, ólíkt öllum öðrum sem tóku þátt í verkefninu. Magnús Pálmi undirritaði samninginn um kaupin á bréfinu fyrir hönd sjóðsins. Fréttablaðið hefur síðan á þriðjudag ítrekað en án árangurs reynt að ná tali af Magnúsi Pálma til að spyrja hann um ástæður þess að hann kaus að verja 1,2 milljörðum í verðlausan pappír. Magnús Pálmi er Bolvíkingur og æskuvinur Jakobs Valgeirs Flosasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Stíms. Félög á vegum þeirra beggja eru skráð til húsa í Síðumúla 33. Spurður hvort Magnús sé tenging hans inn í málið segir Jakob það af og frá. „Ég þekki fullt af fólki í þessum banka. Magnús kom ekki að því að plata mig í þetta kjaftæði." Hann fæst hins vegar ekki til að segja frá því hver eða hverjir það voru. „Það kannski kemur fram einhvern tímann seinna." Það hafi þó ekki heldur verið Jóhannes Baldursson, fyrrverandi yfirmaður markaðsviðskipta, sem sagður er hafa komið hluthafahópi Stíms saman. Jakob Valgeir hefur ekki verið yfirheyrður vegna málsins. Sjálfur segist hann ekkert hafa að fela í málinu. - sh
Stím málið Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira