Enski boltinn

Stjóri Leeds: Strákarnir voru stórkostlegir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Grayson fagnar eftir leik.
Grayson fagnar eftir leik.

Simon Grayson, stjóri Leeds United, var að vonum í skýjunum með hinn ótrúlega sigur sinna manna gegn Man. Utd á Old Trafford.

„Beckford gaf okkur tækifæri til þess að vinna leikinn með marki sínu. Að sjálfsögðu þurfti smá heppni til. Ég tek samt ekkert af leikmönnunum sem voru stórkostlegir í dag og þeir hafa verið stórkostlegir í allan vetur," sagði Grayson himinlifandi.

„Markið var frábært og Jermaine skorar úr 9 af hverjum 10 svona færum sem hann fær."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×