Enski boltinn

Shane Long: Áttum skilið að vinna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Reading fagna marki Long.
Leikmenn Reading fagna marki Long.

Shane Long, leikmaður Reading, kom mikið við sögu í leiknum gegn Liverpool í kvöld. Hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr og stangaði síðan snilldarsendingu Brynjars Björns Gunnarssonar í netið. Það var sigurmark leiksins.

„Það var ljúft að skora og kominn tími á mark frá mér. Mér fannst við annars eiga skilið að vinna þennan leik," sagði Long en hvað með vítið? Var það réttur dómur?

„Þetta var alltaf víti. Yossi var óheppinn. Ég kom á blindu hliðina á honum og hann kom við ökklann á mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×