Lífið

Mikil brennsla og hjartslátturinn fer upp og niður

Jóhann örn Ólafsson og Theodóra Sæmundsdóttir.
Jóhann örn Ólafsson og Theodóra Sæmundsdóttir.

Jóhann Örn Ólafsson og Theodóra Sæmundsdóttir eiginkona hans kynna fyrir Íslendingum nýja dansíþrótt sem nefnist „Zumba" á þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi klukkan 18:00 í Valsheimilinu að Hliðarenda.

Þá bjóðum við öllum lesendum Lífsins á Vísi frítt, í samvinnu við Kristal +, í Zumba partí.

Við hittum hjónin og spurðum þau nánar út í sportið og uppákomuna á þriðjudaginn.

„Zumba er dans og fitness með geggjaðri suður-amerískri tónlist. Sporin er sáraeinföld og taktarnir sem við tökum eru til dæmis Salsa, Merenge, Cumbia og Reggaeton. Zumba er þess vegna tær gleði sem fær alla til að brosa," svarar Thea þegar við forvitnumst um þessa íþrótt.

„Þetta eru allt vel þekktir og gamlir latin taktar nema kannski reggaeton sem er blanda af salsa og hip hop, mjög flott og skemmtilegt. Zumba er mikil brennsla og tímarnir eru byggðir þannig upp að hjartslátturinn fer bæði upp og aftur niður með nokkuð óreglulegum hætti. Fætur, hendur og líkami eru á iði allan tímann og með því að stunda Zumba fær fólk stinnari og sterkari kropp," segir Jói.

„Tónlistin og dansinn losa svo rækilega um öll gleði hormón í líkamanum að í lok tímans koma allir út í hamingjuvímu og í þannig vímu þarf sálin að komst í sem oftast. Zumba er fyrir alla. Það geta allir verið með en það dansar hver fyrir sig. Karlar og konur eiga alvega endilega að mæta í Valsheimilið og prófa þetta," segir hún og Jói bætir við:

„Við hjónin erum allavega í þessu saman og þess vegna ástæða til að hvetja hjón til að koma saman. Ég skora líka á alla karla að losa um feimni og skella sér með. Zumba er svo sannarlega fyrir alla og fólk á heldur ekki að spá í hve gamalt það er. Karlar og konur, ungir og eldri. Allir velkomnir."

Í Zumba-partíinu færðu geggjaða Zumba tónlist beint í æð og fiðring í fætur og líkama. Jói og Thea verða uppi á sviði að stjórna og þú skemmtir þér konunglega.

Zumba á Facebook. Vertu með!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×