Hamilton: Guð hélt verndarhendi yfir mér 29. ágúst 2010 17:23 Lewis Hamilton með sigurlaunin á Spa brautinn í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er í efsta sætinu í stigamóti ökumanna eftir keppnina á Spa brautinni í dag. Hann sagði keppnina hafa verið mjög erfiða. Hamilton kom á undan Mark Webber í endamark. "Helgin var frábær og keppnin mjög, mjög erfið. Aðstæður voru erfiðar þegar það byrjaði að rigna og dekkin kólnuðu. Það var erfitt að vita hve mikið mátti taka á í beygjunum", sagði Hamilton. Hamilton sagði æðri máttarvöld hafa verið með sér þegar hann fór útaf brautinni á lokasprettinum, þegar hann var á dekkjum fyrir þurra braut í rigningu. "Ég bremsaði seint og læsti hjólum og fór útaf í áttundu beygju, en Guð hélt verndarhendi yfir mér þar og ég slapp með skrekkinn. Náði að vera á undan keppinautunum." "Við erum alltaf að press fram veginn, en erum ekki eins fljótir og keppinautarnir alls staðar, en það er ánægjulegt þegar við getum skilað hámarksárangri. Ég er stoltur af liðinu." Keppnin var taugatrekkjandi þar sem óvíst var með hvort rigningarspár gengju eftir og Hamilton sagði erfitt að meta stöðuna hverju sinni. Hann segir þjónustuhlé McLaren hafa gengið vel, en hann kom í hlé eftir að hafa skautað útaf brautinni. Öryggisbíllinn kom út í lokin, eftir að Fernando Alonso skemmdi bíl sinn, eftir að hafa flotið upp og lent á varnarvegg og inn á brautina aftur. "Ég var að vona að öryggisbíllinn yrði lengur út á brautinni, en sem betur fer hætti að rigna og brautin batnaði lítillega. Í lok snerist þetta um að komast bílnum heilum heim í höfn. Gæta þess að halda bilinu í Webber og ná í stigin. Það er ekki oft sem maður er í þessari stöðu", sagði Hamilton. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er í efsta sætinu í stigamóti ökumanna eftir keppnina á Spa brautinni í dag. Hann sagði keppnina hafa verið mjög erfiða. Hamilton kom á undan Mark Webber í endamark. "Helgin var frábær og keppnin mjög, mjög erfið. Aðstæður voru erfiðar þegar það byrjaði að rigna og dekkin kólnuðu. Það var erfitt að vita hve mikið mátti taka á í beygjunum", sagði Hamilton. Hamilton sagði æðri máttarvöld hafa verið með sér þegar hann fór útaf brautinni á lokasprettinum, þegar hann var á dekkjum fyrir þurra braut í rigningu. "Ég bremsaði seint og læsti hjólum og fór útaf í áttundu beygju, en Guð hélt verndarhendi yfir mér þar og ég slapp með skrekkinn. Náði að vera á undan keppinautunum." "Við erum alltaf að press fram veginn, en erum ekki eins fljótir og keppinautarnir alls staðar, en það er ánægjulegt þegar við getum skilað hámarksárangri. Ég er stoltur af liðinu." Keppnin var taugatrekkjandi þar sem óvíst var með hvort rigningarspár gengju eftir og Hamilton sagði erfitt að meta stöðuna hverju sinni. Hann segir þjónustuhlé McLaren hafa gengið vel, en hann kom í hlé eftir að hafa skautað útaf brautinni. Öryggisbíllinn kom út í lokin, eftir að Fernando Alonso skemmdi bíl sinn, eftir að hafa flotið upp og lent á varnarvegg og inn á brautina aftur. "Ég var að vona að öryggisbíllinn yrði lengur út á brautinni, en sem betur fer hætti að rigna og brautin batnaði lítillega. Í lok snerist þetta um að komast bílnum heilum heim í höfn. Gæta þess að halda bilinu í Webber og ná í stigin. Það er ekki oft sem maður er í þessari stöðu", sagði Hamilton.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira