Sölvi Geir Ottesen er heitur þessa dagana en hann skoraði í sínum öðrum leik i röð í kvöld er FCK lagði Horsens á útivelli, 1-2.
Horsens komst yfir í leiknum en Sölvi jafnaði metin. FCK sem fyrr á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir leikinn.
Theodór Elmar Bjarnason skoraði síðan fyrir IFK Göteborg er liðið lagði AIK, 2-1. Helgi Valur Daníelsson lék með AIK í leiknum.
Göteborg er í 7. sæti deildarinnar en AIK í því þrettánda.