Árni Gautur Arason mátti þola að fá sex mörk á sig þegar að Odd Grenland tapaði fyrir Vålerenga á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í dag, 6-1.
Árni Gautur lék allan leikinn í marki Odd Grenland gegn sínu gamla félagi en liðið hefur nú ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum.
Þá vann Brann 4-0 sigur á Strömsgodset. Birkir Már Sævarsson var eini Íslendingurinn í liði Brann en Gylfi Einarsson og Ólafur Örn Bjarnason voru á meðal varamanna liðsins.
Brann er í þrettánda sæti deildarinnar með átta stig eftir jafn marga leiki.