Löndunarbann ESB er innantóm hótun 22. desember 2010 07:15 Þorsteinn ÞH 360 var eitt þeirra skipa sem lönduðu makríl í Vestmannaeyjum í sumar.fréttablaðið/óskar Evrópusambandið ætlar að gera alvöru úr hótunum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að löndun makríls af Íslandsmiðum í evrópskum höfnum sé óheimil frá og með 14. janúar. Eru það viðbrögð sambandsins við ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrifa ekki undir samkomulag um veiðarnar og gefa út einhliða makrílkvóta. Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu sjávarútvegsstjóra ESB, Maríu Damanaki, í gær. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Damanaki að þetta skref þoli enga bið. Markmið bannsins er að „senda skýr skilaboð til Íslands“. Framkvæmdastjórnin mun tilkynna ákvörðun sína til nefndar sem sér um framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þá fundar Damanaki með Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Brussel, í dag. Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á það gagnvart framkvæmdastjórn ESB að makrílmálið sé sjálfstætt fiskveiðimál og beri að leysa sem slíkt án nokkurrar tengingar við óskyld mál. Á þessu byggir fundur Stefáns og Damanaki. „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra rituðu framkvæmdastjórninni bréf þessa efnis síðastliðið haust að gefnu tilefni,“ segir Tómas. Tómas segir að samkvæmt lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands sé erlendum skipum óheimilt að landa afla í íslenskum höfnum sem er veiddur úr sameiginlegum stofnum en ekkert samkomulag er um veiðar. „Íslensk stjórnvöld telja ekki tilefni til viðbragða við því að sams konar reglur gildi um löndun íslenskra skipa í erlendum höfnum,“ segir Tómas. Tómas minnir á að makrílveiðar íslenskra skipa hafa á undanförnum árum nær eingöngu farið fram innan íslensku efnahagslögsögunnar og öllum afla hefur verið landað í íslenskum höfnum og hann unninn hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að strandríkin fjögur, Ísland, ESB, Færeyjar og Noregur, beri sameiginlega ábyrgð á makrílstofninum. Því hafa íslensk stjórnvöld gagnrýnt ESB og Noreg harðlega fyrir að úthluta sér rúmlega 90 prósent af ráðlögðum heildarafla án tillits til veiða annarra. svavar@frettabladid.is María Damanaki Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Evrópusambandið ætlar að gera alvöru úr hótunum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að löndun makríls af Íslandsmiðum í evrópskum höfnum sé óheimil frá og með 14. janúar. Eru það viðbrögð sambandsins við ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrifa ekki undir samkomulag um veiðarnar og gefa út einhliða makrílkvóta. Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu sjávarútvegsstjóra ESB, Maríu Damanaki, í gær. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Damanaki að þetta skref þoli enga bið. Markmið bannsins er að „senda skýr skilaboð til Íslands“. Framkvæmdastjórnin mun tilkynna ákvörðun sína til nefndar sem sér um framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þá fundar Damanaki með Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Brussel, í dag. Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á það gagnvart framkvæmdastjórn ESB að makrílmálið sé sjálfstætt fiskveiðimál og beri að leysa sem slíkt án nokkurrar tengingar við óskyld mál. Á þessu byggir fundur Stefáns og Damanaki. „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra rituðu framkvæmdastjórninni bréf þessa efnis síðastliðið haust að gefnu tilefni,“ segir Tómas. Tómas segir að samkvæmt lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands sé erlendum skipum óheimilt að landa afla í íslenskum höfnum sem er veiddur úr sameiginlegum stofnum en ekkert samkomulag er um veiðar. „Íslensk stjórnvöld telja ekki tilefni til viðbragða við því að sams konar reglur gildi um löndun íslenskra skipa í erlendum höfnum,“ segir Tómas. Tómas minnir á að makrílveiðar íslenskra skipa hafa á undanförnum árum nær eingöngu farið fram innan íslensku efnahagslögsögunnar og öllum afla hefur verið landað í íslenskum höfnum og hann unninn hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að strandríkin fjögur, Ísland, ESB, Færeyjar og Noregur, beri sameiginlega ábyrgð á makrílstofninum. Því hafa íslensk stjórnvöld gagnrýnt ESB og Noreg harðlega fyrir að úthluta sér rúmlega 90 prósent af ráðlögðum heildarafla án tillits til veiða annarra. svavar@frettabladid.is María Damanaki
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira