Viðskipti erlent

Deutsche Bank borgar risasekt í Bandaríkjunum

Deutsche Bank hefur komist að samkomulagi við bandaríska dómsmálaráðuneytið um að bankinn borgi sekt upp á 553 milljónir dollara eða tæplega 65 milljarða kr.

Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að Deutsche Bank hafi ákveðið að borga frekar sektina en að lenda í dómsmáli sökum þess að bankinn aðstoðaði bandaríska viðskiptavini sína við skattsvik.

Deutsche Bank hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í 1.300 skattaundanskotum á árunum 1996 til 2002. Talið er að þetta hafi kostað ríkissjóð Bandaríkjanna 5,8 milljarða dollara eða um 680 milljarða kr.

Samkvæmt samkomulaginu sem Deutsche Bank hefur gert við dómsmálaráðuneytið skuldbindur bankinn sig til að gangast undir óháða rannsókn á gildandi starfsreglum sínum og hætta alveg að selja fjármálagerninga sem aðstoða viðskiptavini bankans við skattaundanskot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×