Innlent

Mikilvægur dómur fyrir þróun samkeppnismála

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Mynd/Rósa J.

„Þessi dómur Hæstaréttar skiptir miklu fyrir þróun samkeppnismála hér á landi. Með honum er komið mikilvægt fordæmi sem fyrirtækjum á samkeppnismörkuðum ber að horfa til," segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Hæstiréttur sem staðfesti í dag að Hagar, sem meðal annars reka Bónus, skuli greiða 315 milljónir króna í sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína á matvörumarkaði á árunum 2005-2006.

Samkeppniseftirlitið taldi að brotið hafi verið til þess fallið að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni. Fyrirtækið taldi aftur á móti að málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins bryti í bága við stjórnsýslulög þar sem fyrirtækið hafi hvorki haft markaðsráðandi stöðu né misnotað aðstöðu sína. Hæstiréttur féllst ekki á þessi rök en það hafði Héraðsdómur Reykjavíkur ekki heldur gert.

„Af dóminum leiðir m.a. að það getur verið markaðsráðandi fyrirtækjum dýrkeypt að misbeita styrk sínum og takmarka samkeppni neytendum og atvinnulífi til tjóns," segir Páll Gunnar.




Tengdar fréttir

Hæstiréttur staðfestir risasekt Haga

Hæstiréttur hefur úrskurðað að 315 milljón króna stjórnvaldssekt á hendur Haga hafi verið hæfileg viðurlög. Þetta er hæsta sekt sem lögð hefur verið á hér landi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×