Umfjöllun: Þungu fargi létt af Valsmönnum Henry Birgir Gunnarsson í áhaldageymslunni að Varmá skrifar 18. nóvember 2010 21:02 "Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Sigurinn var ekki auðveldur og með meiri klókindum hefðu Mosfellingar fengið eitthvað úr honum. Þeir voru aftur á móti ekki klókir heldur klaufalegir og þess vegna fengu þeir ekkert úr leiknum. Jafnræði var með liðunum framan af en í stöðunni 6-6 duttu Valsmenn í gírinn, skoruðu sex mörk í röð og komust í 6-12. Staðan í leikhléi var 7-12 fyrir Val. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og náðu sjö marka forskoti, 7-14. Þá hrundi leikur liðsins og heimamenn komu til baka af miklum krafti. Þeir skoruðu sex mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 13-14. Þegar rúmar 5 mínútur voru eftir jafnaði Afturelding loks leikinn, 20-20, og allt á suðupunkti síðustu mínúturnar. Þá tóku Mosfellingar upp á því að láta reka sig út af hvað eftir annað fyrir klaufaleg brot. Valsmenn náðu þó ekki að hrista þá almennilega af sér heldur rétt mörðu sigur. Lokamarkið var nokkuð umdeilt hjá Val enda fengu þeir að spila ansi lengi eftir að hendin var komin upp. Sigurinn hafðist þó og það eitt skiptir máli fyrir Val. Liðið á samt enn langt í land og hrunið í síðari hálfleik var afar dapurt. Allt of margir lykilmenn liðsins eru að spila illa og geta svo miklu betur. Sturla var samt fínn meðan hans naut við og Ingvar varði þokkalega á köflum. Aðrir voru einfaldlega slakir. Gamli jálkurinn Haukur Sigurvinsson var frábær hjá Mosfellingum í kvöld, Hafþór varði vel og Bjarni Aron kom sterkur upp í lokin. Það dugði ekki til í kvöld því þeir voru klaufar og höfðu ekki taugarnar til þess að klára leikinn. Afturelding-Valur 22-23 (7-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 7 (14), Haukur Sörli Sigurvinsson 6 (10), Jón Andri Helgason 4 (7), Daníel Jónsson 2 (7), Arnar Freyr Theodórsson 2 (6/1), Aron Gylfason 1 (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 18 (41/3) 44%.Hraðaupphlaup: 4 (Haukur 2, Jón, Bjarni).Fiskuð víti: 1 (Bjarni).utan vallar: 14 mín. Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5 (6), Valdimar Fannar Þórsson 5/2 (9/2), Ernir Hrafn Arnarson 4 (13/1), Alexandr Jedic 3 (6), Jón Björgvin Pétursson 2 (4), Fannar Þorbjörnsson 2 (3), Anton Rúnarsson 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (2).Varin skot: Ingvar Guðmundsson 13 (35/1) 42%.Hraðaupphlaup: 5 (Sturla 3, Fannar, Anton).Fiskuð víti: 3 (Sturla, Jón, Ernir).utan vallar: 2 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Magnús Jónsson, ágætir. Anton Rúnarsson er hér kominn í gegnum vörn Aftureldingar.Mynd/Valli Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
"Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Sigurinn var ekki auðveldur og með meiri klókindum hefðu Mosfellingar fengið eitthvað úr honum. Þeir voru aftur á móti ekki klókir heldur klaufalegir og þess vegna fengu þeir ekkert úr leiknum. Jafnræði var með liðunum framan af en í stöðunni 6-6 duttu Valsmenn í gírinn, skoruðu sex mörk í röð og komust í 6-12. Staðan í leikhléi var 7-12 fyrir Val. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og náðu sjö marka forskoti, 7-14. Þá hrundi leikur liðsins og heimamenn komu til baka af miklum krafti. Þeir skoruðu sex mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 13-14. Þegar rúmar 5 mínútur voru eftir jafnaði Afturelding loks leikinn, 20-20, og allt á suðupunkti síðustu mínúturnar. Þá tóku Mosfellingar upp á því að láta reka sig út af hvað eftir annað fyrir klaufaleg brot. Valsmenn náðu þó ekki að hrista þá almennilega af sér heldur rétt mörðu sigur. Lokamarkið var nokkuð umdeilt hjá Val enda fengu þeir að spila ansi lengi eftir að hendin var komin upp. Sigurinn hafðist þó og það eitt skiptir máli fyrir Val. Liðið á samt enn langt í land og hrunið í síðari hálfleik var afar dapurt. Allt of margir lykilmenn liðsins eru að spila illa og geta svo miklu betur. Sturla var samt fínn meðan hans naut við og Ingvar varði þokkalega á köflum. Aðrir voru einfaldlega slakir. Gamli jálkurinn Haukur Sigurvinsson var frábær hjá Mosfellingum í kvöld, Hafþór varði vel og Bjarni Aron kom sterkur upp í lokin. Það dugði ekki til í kvöld því þeir voru klaufar og höfðu ekki taugarnar til þess að klára leikinn. Afturelding-Valur 22-23 (7-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 7 (14), Haukur Sörli Sigurvinsson 6 (10), Jón Andri Helgason 4 (7), Daníel Jónsson 2 (7), Arnar Freyr Theodórsson 2 (6/1), Aron Gylfason 1 (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 18 (41/3) 44%.Hraðaupphlaup: 4 (Haukur 2, Jón, Bjarni).Fiskuð víti: 1 (Bjarni).utan vallar: 14 mín. Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5 (6), Valdimar Fannar Þórsson 5/2 (9/2), Ernir Hrafn Arnarson 4 (13/1), Alexandr Jedic 3 (6), Jón Björgvin Pétursson 2 (4), Fannar Þorbjörnsson 2 (3), Anton Rúnarsson 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (2).Varin skot: Ingvar Guðmundsson 13 (35/1) 42%.Hraðaupphlaup: 5 (Sturla 3, Fannar, Anton).Fiskuð víti: 3 (Sturla, Jón, Ernir).utan vallar: 2 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Magnús Jónsson, ágætir. Anton Rúnarsson er hér kominn í gegnum vörn Aftureldingar.Mynd/Valli
Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira