Alonso heillaður af Ferrari og spáir titli 3. maí 2010 13:50 Fernando Alonso spáir Ferrari meistaratitli en hann vann fyrsta mót ársins, en fjórum mótum er nú lokið og hann er í toppslagnum. Mynd: Getty Images Fernando Alonso telur að brotthvarf Michael Schumachers frá Ferrari til Mercedes bjóði honum upp á meira frjálsræði í herbúðum Ferrari. Allt snerist um Schumacher þegar hann var hjá liðinu. Autosport.com greinir frá því að ítalski fjölmiðilinn Corriere della Sera hafi það eftir Alonso að hann þurfi ekki að starfa í skugga Schumachers og hann hafi því fallið fljótt inn í liðsandann hjá Ferrari. Liðið sé trúlega frjálslegra. Alonso segir að það hafi verið nokkuð óvænt þegar Schumacher ákvað að keppa á ný. "Ég var hissa á að hann mætti til keppni á ný... hann lifði rólegaheitarlífi og hafði góðan feril að baki", sagði Alonso um málið. Hann telur að Red Bull sé sterkasta liðið í dag hvað árangur í tímatökum varðar. "Red Bull er mjög hraðskreitt lið í tímatökum, en við getum náð þeim í mótunum. McLaren kann að framþróa bíla sína, eru mjög fljótir, en við erum engir grænjaxlar heldur. Í heildina litið: Ferrari er meistarlið ársins í uppsiglingu. Alonso telur gott að starfa með Ferrari, en áður var hann hjá Minardi, Renault, McLaren og svo aftur Renault. "Þetta er betra en ég átti von á. Ég gerði ráð fyrir að starfa með öflugasta liðinu, en Ferrari er líka ástríðufullt lið, í raun lífsviðhorf ef svo má segja. Ég er gagntekinn af þessari hugmyndafræði og tilfinningu." Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso telur að brotthvarf Michael Schumachers frá Ferrari til Mercedes bjóði honum upp á meira frjálsræði í herbúðum Ferrari. Allt snerist um Schumacher þegar hann var hjá liðinu. Autosport.com greinir frá því að ítalski fjölmiðilinn Corriere della Sera hafi það eftir Alonso að hann þurfi ekki að starfa í skugga Schumachers og hann hafi því fallið fljótt inn í liðsandann hjá Ferrari. Liðið sé trúlega frjálslegra. Alonso segir að það hafi verið nokkuð óvænt þegar Schumacher ákvað að keppa á ný. "Ég var hissa á að hann mætti til keppni á ný... hann lifði rólegaheitarlífi og hafði góðan feril að baki", sagði Alonso um málið. Hann telur að Red Bull sé sterkasta liðið í dag hvað árangur í tímatökum varðar. "Red Bull er mjög hraðskreitt lið í tímatökum, en við getum náð þeim í mótunum. McLaren kann að framþróa bíla sína, eru mjög fljótir, en við erum engir grænjaxlar heldur. Í heildina litið: Ferrari er meistarlið ársins í uppsiglingu. Alonso telur gott að starfa með Ferrari, en áður var hann hjá Minardi, Renault, McLaren og svo aftur Renault. "Þetta er betra en ég átti von á. Ég gerði ráð fyrir að starfa með öflugasta liðinu, en Ferrari er líka ástríðufullt lið, í raun lífsviðhorf ef svo má segja. Ég er gagntekinn af þessari hugmyndafræði og tilfinningu."
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti