Alonso heillaður af Ferrari og spáir titli 3. maí 2010 13:50 Fernando Alonso spáir Ferrari meistaratitli en hann vann fyrsta mót ársins, en fjórum mótum er nú lokið og hann er í toppslagnum. Mynd: Getty Images Fernando Alonso telur að brotthvarf Michael Schumachers frá Ferrari til Mercedes bjóði honum upp á meira frjálsræði í herbúðum Ferrari. Allt snerist um Schumacher þegar hann var hjá liðinu. Autosport.com greinir frá því að ítalski fjölmiðilinn Corriere della Sera hafi það eftir Alonso að hann þurfi ekki að starfa í skugga Schumachers og hann hafi því fallið fljótt inn í liðsandann hjá Ferrari. Liðið sé trúlega frjálslegra. Alonso segir að það hafi verið nokkuð óvænt þegar Schumacher ákvað að keppa á ný. "Ég var hissa á að hann mætti til keppni á ný... hann lifði rólegaheitarlífi og hafði góðan feril að baki", sagði Alonso um málið. Hann telur að Red Bull sé sterkasta liðið í dag hvað árangur í tímatökum varðar. "Red Bull er mjög hraðskreitt lið í tímatökum, en við getum náð þeim í mótunum. McLaren kann að framþróa bíla sína, eru mjög fljótir, en við erum engir grænjaxlar heldur. Í heildina litið: Ferrari er meistarlið ársins í uppsiglingu. Alonso telur gott að starfa með Ferrari, en áður var hann hjá Minardi, Renault, McLaren og svo aftur Renault. "Þetta er betra en ég átti von á. Ég gerði ráð fyrir að starfa með öflugasta liðinu, en Ferrari er líka ástríðufullt lið, í raun lífsviðhorf ef svo má segja. Ég er gagntekinn af þessari hugmyndafræði og tilfinningu." Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fernando Alonso telur að brotthvarf Michael Schumachers frá Ferrari til Mercedes bjóði honum upp á meira frjálsræði í herbúðum Ferrari. Allt snerist um Schumacher þegar hann var hjá liðinu. Autosport.com greinir frá því að ítalski fjölmiðilinn Corriere della Sera hafi það eftir Alonso að hann þurfi ekki að starfa í skugga Schumachers og hann hafi því fallið fljótt inn í liðsandann hjá Ferrari. Liðið sé trúlega frjálslegra. Alonso segir að það hafi verið nokkuð óvænt þegar Schumacher ákvað að keppa á ný. "Ég var hissa á að hann mætti til keppni á ný... hann lifði rólegaheitarlífi og hafði góðan feril að baki", sagði Alonso um málið. Hann telur að Red Bull sé sterkasta liðið í dag hvað árangur í tímatökum varðar. "Red Bull er mjög hraðskreitt lið í tímatökum, en við getum náð þeim í mótunum. McLaren kann að framþróa bíla sína, eru mjög fljótir, en við erum engir grænjaxlar heldur. Í heildina litið: Ferrari er meistarlið ársins í uppsiglingu. Alonso telur gott að starfa með Ferrari, en áður var hann hjá Minardi, Renault, McLaren og svo aftur Renault. "Þetta er betra en ég átti von á. Ég gerði ráð fyrir að starfa með öflugasta liðinu, en Ferrari er líka ástríðufullt lið, í raun lífsviðhorf ef svo má segja. Ég er gagntekinn af þessari hugmyndafræði og tilfinningu."
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira