Krefjast meiri samhljóms í stjórninni 10. mars 2010 05:00 Vel fór á með leiðtogum flokkanna eftir að ljóst var að minnihlutastjórnin hafði hlotið meirihluta í kosningunum í vor. Ný ríkisstjórn var mynduð, en síðan hefur gefið nokkuð á bátinn. fréttablaðið/stefán Það hrikti í stoðum stjórnarsamstarfsins í aðdraganda og eftirmála þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarliðar eru þó sammála um að stjórnin hafi staðið hvellinn af sér. Samstaða gagnvart Icesave sé meiri og klárist það verði nýju lífi hleypt í ríkisstjórnina með nýju fólki og málum. Óhætt er að segja að Icesave hafi verið ríkisstjórninni erfitt mál. Þegar stjórnin tók við í febrúar í fyrra erfði hún það mál, líkt og mörg fleiri. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra leitaði til gamals félaga úr Alþýðubandalaginu, Svavars Gestssonar, til að fara fyrir nýrri samninganefnd. Í byrjun júní fóru að berast fregnir af því að samningar væru að nást og bjartsýni gætti í stjórnarliðinu. Erfitt mál yrði brátt leyst og hægt að snúa sér að öðru. Sú bjartsýni breyttist fljótt þegar ljóst varð að ekki aðeins stjórnarandstaðan var hörð á móti samningnum, heldur einnig ýmsir stjórnarliðar. Órólega deildinég er á leiðinni Allt bendir nú til þess að Ögmundur Jónasson sé á leiðinni í ríkisstjórnina á ný.fréttablaðið/arnþórMenn hafa keppst hver um annan þveran við að túlka niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og þá staðreynd að hún yfirhöfuð var haldin á þann hátt sem fellur best að þeirra sjónarmiðum. Morgunljóst er hins vegar að hún reyndi á ríkisstjórnina. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra tilkynnti, í viðtali við Fréttablaðið, að hún ætlaði að sitja heima og Steingrímur upplýsti að það hefði hann einnig gert. Enda væri atkvæðagreiðslan marklaus. Á meðan kepptist „órólega deildin“ í Vinstri grænum við að útmála atkvæðagreiðsluna sem mikilvægan áfangasigur í lýðræðismálum. Það er ekki í fyrsta sinn sem sá þingmannahópur talar þvert ofan í það sem formaðurinn segir. Órólega deildin er hugtak sem notað hefur verið á þá þingmenn flokksins sem síst hafa gengið í takt við formanninn. Þingmenn sem hafa verið tengdir við þann hóp eru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson. Þá hefur Jón Bjarnason á tíðum, sérstaklega þegar kemur að Evrópusambandsmálum, skipað sér í þennan flokk. Raunar er villandi að tala um hópinn eins og um skipulegan flokk sé að ræða. Jón hefur til að mynda ekki fylgt hópnum þegar kemur að Icesave og Lilja Mósesdóttir þykir vera sér á báti innan þingflokksins. Þó hún standi þessum þingmönnum nærri sé hún jafnoft einangruð í afstöðu sinni. Sætta forna viniMikið hefur verið rætt um klofning innan Vinstri grænna og ýmsar kenningar eru á lofti um arma innan þess flokks. Slíkar kenningar eru oft á tíðum orðum auknar, en engum blöðum þarf um það að fletta að kastast hefur í kekki með þeim Steingrími og Ögmundi. Þeir hafa verið óskoraðir leiðtogar flokksins og samhljóma í baráttu sinni. Það hefur nú breyst. Þegar Ögmundur gekk út úr ríkis-stjórninni sagði hann það vera vegna þess að hann væri ósáttur við málsmeðferðina hvað varðaði Icesave. Það var lítt dulin gagnrýni á leiðtoga ríkisstjórnarinnar, Steingrím og Jóhönnu. Fleiri hafa tekið undir þá gagnrýni, en við brotthvarf Ögmundar fjarlægðust þeir enn frekar. Átökin innan flokksins líkamnast í raun í þeim tveimur. Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðu að ef þeir sættust væru þau vandamál úr sögunni. Ögmundur og Steingrímur hafa átt fundi saman og hefur farið vel á með þeim, samkvæmt heimildum blaðsins. Það ríkir því nokkur bjartsýni innan flokksins um að sætta megi ólík sjónarmið. Icesave og ráðherradómurTil þess þarf hins vegar að leysa Icesave-deiluna. Tekið var eftir því hve Ögmundur var afdráttarlaus í yfirlýsingum í umræðum á þingi á mánudag; hann tók af allan vafa um það að hann styður ríkisstjórnina. Svo einkennilega sem það hljómar virðist þjóðaratkvæðagreiðslan hafa hreinsað loftið að einhverju leyti. Viðbrögð stjórnarandstæðinga, sem segja stjórnina rúna trausti og kalla eftir kosningum í vor, hafa þjappað stjórnarliðum saman. Á þingflokksfundi Vinstri grænna á mánudag ríkti góður andi. Svo virðist sem samstaða sé að nást um að ganga frá málinu á þeim nótum sem samninganefndin hefur unnið eftir í síðustu lotu. Verði stjórnarandstaðan ekki með sé það hennar mál. Þá segja menn, bæði í gamni og alvöru, að sýning Draumalands þeirra Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magnasonar, hafi glætt glóðir ríkisstjórnarsamstarfsins. Þingmenn hafi sammælst um að hleypa ekki þeim flokkum að sem stóðu að þeim framkvæmdum sem myndin lýsir. Innan Samfylkingarinnar gætir vaxandi óróa vegna deilnanna í samstarfsflokknum. Krafan um samhljóm í stjórnarsamstarfinu verður sífellt háværari. Þar á bæ gera menn sér grein fyrir því að möguleg leið að því gæti verið að Ögmundur komi aftur inn í ríkis-stjórn. Raunar herma heimildir blaðsins að unnið sé að því. Það verði þó samhliða öðrum breytingum á stjórnarliðinu. RáðherrakapallÍ stjórnarsáttmálanum er kveðið á um sameiningu ráðuneyta og fækkun um leið. Raunin varð sú að ráðherrum fjölgaði þegar minnihlutastjórnin fékk meirihluta. Unnið hefur verið að breytingum ráðuneyta, en þeirri vinnu er ekki lokið. Viðleitni til að ná samstöðu stjórnarliðsins gæti hins vegar orðið til að flýta þessum breytingum. Þannig er nú rætt um að Ögmundur taki sæti í ríkisstjórninni á ný. Samkvæmt heimildum blaðsins er ólíklegt að einungis sú breyting verði gerð. Ögmundur hefur augastað á heilbrigðisráðuneytinu á ný, samkvæmt heimildum blaðsins, en þar situr fyrir Álfheiður Ingadóttir. Hún þykir hafa staðið sig vel í erfiðu ráðuneyti eftir að hún kom inn með engum fyrirvara við brotthvarf Ögmundar. Leiðin gæti því verið sú að af stað færi ráðherrakapall, hrókeringar yrðu á milli ráðuneyta. Þá er ein leið sem nefnd hefur verið; sú að óflokksbundnu ráðherrarnir víki. Í stjórnina komi Ögmundur og einhver frá Samfylkingunni. Óvíst er hver það yrði, en líklega yrði það kona. Nafn nýliðans Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur hefur verið nefnt í því samhengi, þó án allrar ábyrgðar. Hleypa lífi í stjórninaEkki er aðeins rætt um að hrók-era ráðuneytum innan stjórnarliðsins. Málefnastaða stjórnarinnar þykir ekki allt of sterk og leiða til að styrkja hana er leitað. Meðal þess sem rætt er í þeim efnum er að endurnýja verkefnalistann, en þegar stjórnin tók við kynnti hún 100 daga verkefnalista. Lítið hefur farið fyrir átaki stjórnarinnar sem kennt er við sóknar-áætlun, þó fundir hafi verið haldnir víða um land. Varaformaður Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson, hefur haft veg og vanda af þeirri vinnu. Dags og Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstri grænna, verður að styrkja málefnastöðuna með nýjum verkefnalista. Erfið mál fram undanStjórnarliðar eru bjartsýnni eftir fundi síðustu daga og umræðu á Alþingi. Almennt virðist viðhorfið vera; ef við klárum Icesave stendur stjórnin. Það er þó ljóst að ýmis erfið mál bíða stjórnarinnar sem reyna munu á samstöðuna. Nægir í því samhengi að nefna að tekin verður fyrir á þingi tillaga þingmanna Hreyfingarinnar, með stuðningi Framsóknarmanna, um að slíta samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þar fer mál sem er vinstri grænum viðkvæmt og einhverjir þingmanna flokksins gætu stutt hana. Þá eru virkjanamál ónefnd, en ljóst er að flokkarnir ganga ekki í takt þar. Raunar má greina ósamhljóm innan Samfylkingarinnar þar, en fjölmargir áhrifamenn í flokknum hafa gagnrýnt fyrirhuguð stóriðjuáform á suðvesturhorninu og framkvæmdir þeim tengdar. Tekist verður á um virkjanakosti þegar rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma kemur inn á þingið og lög um hana eru föst í þingflokki vinstri grænna. Þar er óánægja með tillöguna. Þá eru Evrópumálin ónefnd, en ólíkar áherslur flokkanna í þeim efnum eru öllum kunnar. Að auki má búast við átökum varðandi fjárlagagerð, hvar verði skorið niður, hvaða skattar hækki. Erfið mál bíða því stjórnarinnar og þolinmæðin er ekki ótæmandi. Sýni stjórnin ekki á næstunni að hún hafi þingstyrk til að koma málum sínum í gegn er henni feigð búin. Leiðin að þeirri samstöðu virðist þó hafa opnast. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Það hrikti í stoðum stjórnarsamstarfsins í aðdraganda og eftirmála þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarliðar eru þó sammála um að stjórnin hafi staðið hvellinn af sér. Samstaða gagnvart Icesave sé meiri og klárist það verði nýju lífi hleypt í ríkisstjórnina með nýju fólki og málum. Óhætt er að segja að Icesave hafi verið ríkisstjórninni erfitt mál. Þegar stjórnin tók við í febrúar í fyrra erfði hún það mál, líkt og mörg fleiri. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra leitaði til gamals félaga úr Alþýðubandalaginu, Svavars Gestssonar, til að fara fyrir nýrri samninganefnd. Í byrjun júní fóru að berast fregnir af því að samningar væru að nást og bjartsýni gætti í stjórnarliðinu. Erfitt mál yrði brátt leyst og hægt að snúa sér að öðru. Sú bjartsýni breyttist fljótt þegar ljóst varð að ekki aðeins stjórnarandstaðan var hörð á móti samningnum, heldur einnig ýmsir stjórnarliðar. Órólega deildinég er á leiðinni Allt bendir nú til þess að Ögmundur Jónasson sé á leiðinni í ríkisstjórnina á ný.fréttablaðið/arnþórMenn hafa keppst hver um annan þveran við að túlka niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og þá staðreynd að hún yfirhöfuð var haldin á þann hátt sem fellur best að þeirra sjónarmiðum. Morgunljóst er hins vegar að hún reyndi á ríkisstjórnina. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra tilkynnti, í viðtali við Fréttablaðið, að hún ætlaði að sitja heima og Steingrímur upplýsti að það hefði hann einnig gert. Enda væri atkvæðagreiðslan marklaus. Á meðan kepptist „órólega deildin“ í Vinstri grænum við að útmála atkvæðagreiðsluna sem mikilvægan áfangasigur í lýðræðismálum. Það er ekki í fyrsta sinn sem sá þingmannahópur talar þvert ofan í það sem formaðurinn segir. Órólega deildin er hugtak sem notað hefur verið á þá þingmenn flokksins sem síst hafa gengið í takt við formanninn. Þingmenn sem hafa verið tengdir við þann hóp eru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson. Þá hefur Jón Bjarnason á tíðum, sérstaklega þegar kemur að Evrópusambandsmálum, skipað sér í þennan flokk. Raunar er villandi að tala um hópinn eins og um skipulegan flokk sé að ræða. Jón hefur til að mynda ekki fylgt hópnum þegar kemur að Icesave og Lilja Mósesdóttir þykir vera sér á báti innan þingflokksins. Þó hún standi þessum þingmönnum nærri sé hún jafnoft einangruð í afstöðu sinni. Sætta forna viniMikið hefur verið rætt um klofning innan Vinstri grænna og ýmsar kenningar eru á lofti um arma innan þess flokks. Slíkar kenningar eru oft á tíðum orðum auknar, en engum blöðum þarf um það að fletta að kastast hefur í kekki með þeim Steingrími og Ögmundi. Þeir hafa verið óskoraðir leiðtogar flokksins og samhljóma í baráttu sinni. Það hefur nú breyst. Þegar Ögmundur gekk út úr ríkis-stjórninni sagði hann það vera vegna þess að hann væri ósáttur við málsmeðferðina hvað varðaði Icesave. Það var lítt dulin gagnrýni á leiðtoga ríkisstjórnarinnar, Steingrím og Jóhönnu. Fleiri hafa tekið undir þá gagnrýni, en við brotthvarf Ögmundar fjarlægðust þeir enn frekar. Átökin innan flokksins líkamnast í raun í þeim tveimur. Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðu að ef þeir sættust væru þau vandamál úr sögunni. Ögmundur og Steingrímur hafa átt fundi saman og hefur farið vel á með þeim, samkvæmt heimildum blaðsins. Það ríkir því nokkur bjartsýni innan flokksins um að sætta megi ólík sjónarmið. Icesave og ráðherradómurTil þess þarf hins vegar að leysa Icesave-deiluna. Tekið var eftir því hve Ögmundur var afdráttarlaus í yfirlýsingum í umræðum á þingi á mánudag; hann tók af allan vafa um það að hann styður ríkisstjórnina. Svo einkennilega sem það hljómar virðist þjóðaratkvæðagreiðslan hafa hreinsað loftið að einhverju leyti. Viðbrögð stjórnarandstæðinga, sem segja stjórnina rúna trausti og kalla eftir kosningum í vor, hafa þjappað stjórnarliðum saman. Á þingflokksfundi Vinstri grænna á mánudag ríkti góður andi. Svo virðist sem samstaða sé að nást um að ganga frá málinu á þeim nótum sem samninganefndin hefur unnið eftir í síðustu lotu. Verði stjórnarandstaðan ekki með sé það hennar mál. Þá segja menn, bæði í gamni og alvöru, að sýning Draumalands þeirra Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magnasonar, hafi glætt glóðir ríkisstjórnarsamstarfsins. Þingmenn hafi sammælst um að hleypa ekki þeim flokkum að sem stóðu að þeim framkvæmdum sem myndin lýsir. Innan Samfylkingarinnar gætir vaxandi óróa vegna deilnanna í samstarfsflokknum. Krafan um samhljóm í stjórnarsamstarfinu verður sífellt háværari. Þar á bæ gera menn sér grein fyrir því að möguleg leið að því gæti verið að Ögmundur komi aftur inn í ríkis-stjórn. Raunar herma heimildir blaðsins að unnið sé að því. Það verði þó samhliða öðrum breytingum á stjórnarliðinu. RáðherrakapallÍ stjórnarsáttmálanum er kveðið á um sameiningu ráðuneyta og fækkun um leið. Raunin varð sú að ráðherrum fjölgaði þegar minnihlutastjórnin fékk meirihluta. Unnið hefur verið að breytingum ráðuneyta, en þeirri vinnu er ekki lokið. Viðleitni til að ná samstöðu stjórnarliðsins gæti hins vegar orðið til að flýta þessum breytingum. Þannig er nú rætt um að Ögmundur taki sæti í ríkisstjórninni á ný. Samkvæmt heimildum blaðsins er ólíklegt að einungis sú breyting verði gerð. Ögmundur hefur augastað á heilbrigðisráðuneytinu á ný, samkvæmt heimildum blaðsins, en þar situr fyrir Álfheiður Ingadóttir. Hún þykir hafa staðið sig vel í erfiðu ráðuneyti eftir að hún kom inn með engum fyrirvara við brotthvarf Ögmundar. Leiðin gæti því verið sú að af stað færi ráðherrakapall, hrókeringar yrðu á milli ráðuneyta. Þá er ein leið sem nefnd hefur verið; sú að óflokksbundnu ráðherrarnir víki. Í stjórnina komi Ögmundur og einhver frá Samfylkingunni. Óvíst er hver það yrði, en líklega yrði það kona. Nafn nýliðans Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur hefur verið nefnt í því samhengi, þó án allrar ábyrgðar. Hleypa lífi í stjórninaEkki er aðeins rætt um að hrók-era ráðuneytum innan stjórnarliðsins. Málefnastaða stjórnarinnar þykir ekki allt of sterk og leiða til að styrkja hana er leitað. Meðal þess sem rætt er í þeim efnum er að endurnýja verkefnalistann, en þegar stjórnin tók við kynnti hún 100 daga verkefnalista. Lítið hefur farið fyrir átaki stjórnarinnar sem kennt er við sóknar-áætlun, þó fundir hafi verið haldnir víða um land. Varaformaður Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson, hefur haft veg og vanda af þeirri vinnu. Dags og Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstri grænna, verður að styrkja málefnastöðuna með nýjum verkefnalista. Erfið mál fram undanStjórnarliðar eru bjartsýnni eftir fundi síðustu daga og umræðu á Alþingi. Almennt virðist viðhorfið vera; ef við klárum Icesave stendur stjórnin. Það er þó ljóst að ýmis erfið mál bíða stjórnarinnar sem reyna munu á samstöðuna. Nægir í því samhengi að nefna að tekin verður fyrir á þingi tillaga þingmanna Hreyfingarinnar, með stuðningi Framsóknarmanna, um að slíta samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þar fer mál sem er vinstri grænum viðkvæmt og einhverjir þingmanna flokksins gætu stutt hana. Þá eru virkjanamál ónefnd, en ljóst er að flokkarnir ganga ekki í takt þar. Raunar má greina ósamhljóm innan Samfylkingarinnar þar, en fjölmargir áhrifamenn í flokknum hafa gagnrýnt fyrirhuguð stóriðjuáform á suðvesturhorninu og framkvæmdir þeim tengdar. Tekist verður á um virkjanakosti þegar rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma kemur inn á þingið og lög um hana eru föst í þingflokki vinstri grænna. Þar er óánægja með tillöguna. Þá eru Evrópumálin ónefnd, en ólíkar áherslur flokkanna í þeim efnum eru öllum kunnar. Að auki má búast við átökum varðandi fjárlagagerð, hvar verði skorið niður, hvaða skattar hækki. Erfið mál bíða því stjórnarinnar og þolinmæðin er ekki ótæmandi. Sýni stjórnin ekki á næstunni að hún hafi þingstyrk til að koma málum sínum í gegn er henni feigð búin. Leiðin að þeirri samstöðu virðist þó hafa opnast.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira