Hollenski framherjinn, Ruud Van Nistelrooy, er afar ánægður í herbúðum þýska félagsins HSV og er til í að skuldbinda sig félaginu til næstu ára.
„Það er enn nóg eftir af atvinnumannaferli mínum. Ég sé HSV eiga bjarta framtíð þar sem liðið á mikla möguleika á að gera það gott. Ég gæti vel hugsað mér að vera hér 2-3 ár í viðbót," sagði Hollendingurinn.
„Ég veit að félagið hefur metnað til þess að spila í Meistaradeildinni. Það er orðið svolítið síðan liðið vann eitthvað og það er okkar markmið að breyta því."