Ögmundur aftur ráðherra 10. mars 2010 06:45 Búist er við því að Ögmundur Jónasson taki aftur sæti í ríkisstjórn. Mynd/ Vilhelm. Ríkisstjórnin stendur veikari eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag og þarf að eflast eigi hún að geta tekist á við mörg brýn og aðkallandi verkefni. Augljósasta og jafnframt besta leiðin til að styrkja stjórnina er að Ögmundur Jónasson verði ráðherra á ný. Líklegast verður það samhliða öðrum breytingum. Þetta er álit nokkurra viðmælenda Fréttablaðsins í þingliðum Samfylkingarinnar og VG. Herma heimildir að áform um endurkomu Ögmundar séu í smíðum og að hann muni að líkindum setjast í stjórnina fljótlega eftir páska. Þingmenn Samfylkingarinnar sem rætt var við sögðu að ríkisstjórnin væri í raun þriggja flokka stjórn. Það væri ófært og liður í að sameina þingflokk VG væri að gera Ögmund að ráðherra. Í „órólegu deildinni" í VG er sagt að það skjóti skökku við, fyrir utan allt annað, að vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson standi utan vinstri stjórnarinnar. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Ögmundur sjálfur ekki þrýst á um endurkomu í ríkisstjórn; þeirri kröfu sé haldið á lofti af nánu samstarfsfólki hans í stjórnmálum. Ekki er frágengið hvaða aðrar breytingar verða á ríkisstjórninni. Óvíst er hvort hann sest aftur í sinn gamla stól í heilbrigðisráðuneytinu, en hann mun hafa hug á því. Alveg eins líklegt er að frekari breytingar verði og jafnvel stólaskipti. Þá er sú leið nefnd að utanþingsráðherrarnir víki og Ögmundur komi inn ásamt einhverjum frá Samfylkingunni. Þá er allt eins líklegt að verkefnaskrá stjórnarinnar verði tekin til endurskoðunar. Ögmundur Jónasson varð heilbrigðisráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við völdum 1. febrúar í fyrra en sagði af sér embætti 30. september. Var það vegna óánægju með þróun Icesave-málsins og afarkosta, sem hann sagði að sér væru settir. Leit hann svo á að hann hefði verið rekinn. „Mér finnst ég ekki vera heppilegur kandídat að tala fyrir hönd ríkisstjórnar sem nýverið hefur vísað mér á dyr," sagði Ögmundur við Fréttablaðið eftir að hann hafði fáum dögum eftir afsögn hafnað því að tala í þingumræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Ríkisstjórnin stendur veikari eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag og þarf að eflast eigi hún að geta tekist á við mörg brýn og aðkallandi verkefni. Augljósasta og jafnframt besta leiðin til að styrkja stjórnina er að Ögmundur Jónasson verði ráðherra á ný. Líklegast verður það samhliða öðrum breytingum. Þetta er álit nokkurra viðmælenda Fréttablaðsins í þingliðum Samfylkingarinnar og VG. Herma heimildir að áform um endurkomu Ögmundar séu í smíðum og að hann muni að líkindum setjast í stjórnina fljótlega eftir páska. Þingmenn Samfylkingarinnar sem rætt var við sögðu að ríkisstjórnin væri í raun þriggja flokka stjórn. Það væri ófært og liður í að sameina þingflokk VG væri að gera Ögmund að ráðherra. Í „órólegu deildinni" í VG er sagt að það skjóti skökku við, fyrir utan allt annað, að vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson standi utan vinstri stjórnarinnar. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Ögmundur sjálfur ekki þrýst á um endurkomu í ríkisstjórn; þeirri kröfu sé haldið á lofti af nánu samstarfsfólki hans í stjórnmálum. Ekki er frágengið hvaða aðrar breytingar verða á ríkisstjórninni. Óvíst er hvort hann sest aftur í sinn gamla stól í heilbrigðisráðuneytinu, en hann mun hafa hug á því. Alveg eins líklegt er að frekari breytingar verði og jafnvel stólaskipti. Þá er sú leið nefnd að utanþingsráðherrarnir víki og Ögmundur komi inn ásamt einhverjum frá Samfylkingunni. Þá er allt eins líklegt að verkefnaskrá stjórnarinnar verði tekin til endurskoðunar. Ögmundur Jónasson varð heilbrigðisráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við völdum 1. febrúar í fyrra en sagði af sér embætti 30. september. Var það vegna óánægju með þróun Icesave-málsins og afarkosta, sem hann sagði að sér væru settir. Leit hann svo á að hann hefði verið rekinn. „Mér finnst ég ekki vera heppilegur kandídat að tala fyrir hönd ríkisstjórnar sem nýverið hefur vísað mér á dyr," sagði Ögmundur við Fréttablaðið eftir að hann hafði fáum dögum eftir afsögn hafnað því að tala í þingumræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira