Lúðvík Geirsson: „Það er allt í járnum“ 24. maí 2010 14:22 Lúðvík Geirsson segir allt í járnum í Hafnarfirði. „Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. Þá kom í ljós að Samfylkingin mældist með rúmlega 46% fylgi og fimm bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi frá síðustu kosningum og fengi tæp 34% og fjóra menn kjörna nú. Vinstri grænir fá tæp 18% og tvo bæjarfulltrúa. Þrátt fyrir að Lúðvík mælist ekki inní bæjarstjórn þá vilja bæjarbúar halda honum sem bæjarstjóra, eða 67 prósent, samkvæmt könnun félagsvísindastofnunnar. „Það er bara allt í járnum. Annars er ég ánægður með stuðning íbúanna," segir Lúðvík sem bjóst við því fyrirfram að róðurinn yrði erfiðari nú en fyrir fjórum árum síðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26 prósent í kosningunum. Þá hlaut Samfylkingin hreinan meirihluta en flokkurinn hefur farið einn með völdin í bænum í átta ár. „Það er upprót í samfélaginu og erfitt fyrir sitjandi meirihluta að halda sínu fylgi," segir Lúðvík en athygli vekur að 30 prósent tóku ekki afstöðu. Það er þó talsvert minna en í könnun Fréttablaðsins sem var birt fyrr í mánuðinum en þá tók um helmingur ekki afstöðu. Lúðvík segir að það muni litlu á að Samfylkingin nái sjötta manninum inn, eða um 300 atkvæði. Valdimar Svavarsson var ekki sammála því í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hann að það munaði um 800 atkvæðum á því að Samfylkingin næði sínum 6 manni og felldi þannig fjórða mann Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort Lúðvík hafi fundið fyrir gremju kjósanda í garð stjórnmálamanna í ljósi efnahagshrunsins segist Lúðvík vissulega hafa fundið fyrir því. „En mér sýnist menn vera að átta sig á því að það þarf að standa vörð um hagsmuni nærsveitanna og menn vilji klára það burtséð frá þeirri reiði sem ríkir í samfélaginu," segir Lúðvík að lokum. Kosningar 2010 Tengdar fréttir Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
„Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. Þá kom í ljós að Samfylkingin mældist með rúmlega 46% fylgi og fimm bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi frá síðustu kosningum og fengi tæp 34% og fjóra menn kjörna nú. Vinstri grænir fá tæp 18% og tvo bæjarfulltrúa. Þrátt fyrir að Lúðvík mælist ekki inní bæjarstjórn þá vilja bæjarbúar halda honum sem bæjarstjóra, eða 67 prósent, samkvæmt könnun félagsvísindastofnunnar. „Það er bara allt í járnum. Annars er ég ánægður með stuðning íbúanna," segir Lúðvík sem bjóst við því fyrirfram að róðurinn yrði erfiðari nú en fyrir fjórum árum síðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26 prósent í kosningunum. Þá hlaut Samfylkingin hreinan meirihluta en flokkurinn hefur farið einn með völdin í bænum í átta ár. „Það er upprót í samfélaginu og erfitt fyrir sitjandi meirihluta að halda sínu fylgi," segir Lúðvík en athygli vekur að 30 prósent tóku ekki afstöðu. Það er þó talsvert minna en í könnun Fréttablaðsins sem var birt fyrr í mánuðinum en þá tók um helmingur ekki afstöðu. Lúðvík segir að það muni litlu á að Samfylkingin nái sjötta manninum inn, eða um 300 atkvæði. Valdimar Svavarsson var ekki sammála því í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hann að það munaði um 800 atkvæðum á því að Samfylkingin næði sínum 6 manni og felldi þannig fjórða mann Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort Lúðvík hafi fundið fyrir gremju kjósanda í garð stjórnmálamanna í ljósi efnahagshrunsins segist Lúðvík vissulega hafa fundið fyrir því. „En mér sýnist menn vera að átta sig á því að það þarf að standa vörð um hagsmuni nærsveitanna og menn vilji klára það burtséð frá þeirri reiði sem ríkir í samfélaginu," segir Lúðvík að lokum.
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15