Stoudemire fór á kostum í sigri Suns Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. maí 2010 11:00 Stoudemire hirðir frákast í baráttunni við Kobe Bryant. AP Amare Stoudemire spilaði sinn besta leik á ferlinum þegar hann leiddi Phoenix til 109-118 sigurs gegn Los Angeles Lakers í nótt. Phoenix minnkaði muninn í einvíginu þar með í 2-1. Hann skoraði níu stig á fyrstu fjórum mínútunum og var svo óstöðvandi út allan leikinn. Heimasíða NBA lýsir honum sem hraunflæði frá eldfjalli – hann var bara óstöðvandi. Ótrúlegt en satt þá er ekkert minnst á eldgosið í Eyjafjallajökli í fréttinni, en það er önnur saga. Stoudemire skoraði 42 stig og hirti 11 fráköst. Hann hefur ítrekað verið orðaður við sölu frá félaginu í sumar. Aðspurður hvort það hafi drifið hann áfram sagði hann svo alls ekki vera. “Ég vildi bara vinna, þessi leikur var svo mikilvægur. Það keyrði mig og liðsfélaga mína áfram. Við máttum ekki við því að lenda 3-0 undir,” sagði kappinn. Hjá Lakers var Kobe Bryant með 36 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Hann hitti úr 13 af 24 skotum sínum innan teigsins og 2 af 8 utan þriggja stiga línunnar. Pau Gasol skoraði 23 stig og tók 9 fráköst. Derek Fisher skoraði 18 stig en hann hitti úr þremur af sex þriggja stiga skotum sínum. Hjá Phoenix var Stoudemire eins og áður sagði með 42 stig auk 11 frákasta. Steve Nash sendi fimmtán stoðsendingar og skoraði sautján stig en Robin Lopez skoraði 20 og Jason Richardson 19. NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Amare Stoudemire spilaði sinn besta leik á ferlinum þegar hann leiddi Phoenix til 109-118 sigurs gegn Los Angeles Lakers í nótt. Phoenix minnkaði muninn í einvíginu þar með í 2-1. Hann skoraði níu stig á fyrstu fjórum mínútunum og var svo óstöðvandi út allan leikinn. Heimasíða NBA lýsir honum sem hraunflæði frá eldfjalli – hann var bara óstöðvandi. Ótrúlegt en satt þá er ekkert minnst á eldgosið í Eyjafjallajökli í fréttinni, en það er önnur saga. Stoudemire skoraði 42 stig og hirti 11 fráköst. Hann hefur ítrekað verið orðaður við sölu frá félaginu í sumar. Aðspurður hvort það hafi drifið hann áfram sagði hann svo alls ekki vera. “Ég vildi bara vinna, þessi leikur var svo mikilvægur. Það keyrði mig og liðsfélaga mína áfram. Við máttum ekki við því að lenda 3-0 undir,” sagði kappinn. Hjá Lakers var Kobe Bryant með 36 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Hann hitti úr 13 af 24 skotum sínum innan teigsins og 2 af 8 utan þriggja stiga línunnar. Pau Gasol skoraði 23 stig og tók 9 fráköst. Derek Fisher skoraði 18 stig en hann hitti úr þremur af sex þriggja stiga skotum sínum. Hjá Phoenix var Stoudemire eins og áður sagði með 42 stig auk 11 frákasta. Steve Nash sendi fimmtán stoðsendingar og skoraði sautján stig en Robin Lopez skoraði 20 og Jason Richardson 19.
NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira