Fjögur hundruð mótmæla Gillz vegna símaskráar Valur Grettisson skrifar 25. október 2010 11:20 Egill Einarsson. Hátt í fjögur hundruð manns hafa skráð sig á Facebook-síðu þar sem samstarfi Egils Einarssonar, oft nefndur Gillzenegger, vegna ritun símaskráarinnar er harðlega mótmælt. Ástæðan er meint kvenfyrirlitning einkaþjálfarans. Þá hafa tæplega 300 einstaklingar skráð sig á þar til gert mótmælaskjal á netinu þar sem fólk segist ætla að skrá sig úr símaskránni vegna þess sem þeir kalla niðurlægjandi gríns, sem hann hefur sett fram. Á Facebook-síðunni er rifjuð upp gömul bloggfærsla þar sem Egill víkur orðum að feministum. Meðal þess sem hann skrifar er eftirfarandi: „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verkefni að sér." Egill fjarlægði bloggfærsluna af vef sínum eftir að Ríkissjónvarpið fjallaði um málið árið 2007. Tilefni umfjöllunar RÚV á sínum tíma var sú að færslan var kærð til lögreglunnar vegna meintra hótanna. Færslan var undir liðnum Fréttastofan. Þegar haft var samband við framkvæmdastjóra Já, Sigríði Margréti Oddsdóttur, sagði hún að tekið væri á móti nýskráningu og afskráningu í símaskránna á hverjum degi. „Við fengum sterk viðbrögð um helgina frá nokkrum einstaklingum sem er alls ekki sáttur við framkomu Egils en það ber að taka fram að við fengum líka jákvæð viðbrögð. Við biðjum okkar viðskiptavini afsökunar ef einhver hefur móðgast vegna samstarfsins, það var svo sannarlega ekki ætlunin," segir Sigríður. Sigríður segir að mótmælin muni ekki hafa áhrif á samstarf fyrirtæksins við Egil. „Við metum það sem svo að það sé ómaklega vegið að Agli í umræðunni sem stendur, hann hefur undanfarin ár verið í forsvari fyrir jákvæð verkefni, hvort sem um ræðir bókaútgáfu, sjónvarpsþætti eða heilsurækt," segir Sigríður og bætir við: „Hann hefur húmor fyrir sjálfum sér og við ætlum að halda áfram að vinna að undirbúningi næstu Símaskrár af fullum krafti. Okkar viðskiptavinir geta verið vissir um að næsta Símaskrá verður ekki bara full af símanúmerum heldur líka full af jákvæðu, skemmtilegu og uppbyggilegu efni fyrir lesendur bókarinnar," segir Sigríður. Egill tekur við af listamanninum Hugleiki Dagssyni sem oft hefur teiknað umdeildar myndir. Sigríður segir einhverja hafa ekki verið sátta við hans aðkoma að bókinni, „en þeir voru líka miklu fleiri sem þökkuðu þessa nýbreytni," segir Sigríður. Á nýrri útvarpssíðu Vísis má hlusta á viðtal við Egil sem Simmi og Jói tóku við hann í þætti sínum á laugardag. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hátt í fjögur hundruð manns hafa skráð sig á Facebook-síðu þar sem samstarfi Egils Einarssonar, oft nefndur Gillzenegger, vegna ritun símaskráarinnar er harðlega mótmælt. Ástæðan er meint kvenfyrirlitning einkaþjálfarans. Þá hafa tæplega 300 einstaklingar skráð sig á þar til gert mótmælaskjal á netinu þar sem fólk segist ætla að skrá sig úr símaskránni vegna þess sem þeir kalla niðurlægjandi gríns, sem hann hefur sett fram. Á Facebook-síðunni er rifjuð upp gömul bloggfærsla þar sem Egill víkur orðum að feministum. Meðal þess sem hann skrifar er eftirfarandi: „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verkefni að sér." Egill fjarlægði bloggfærsluna af vef sínum eftir að Ríkissjónvarpið fjallaði um málið árið 2007. Tilefni umfjöllunar RÚV á sínum tíma var sú að færslan var kærð til lögreglunnar vegna meintra hótanna. Færslan var undir liðnum Fréttastofan. Þegar haft var samband við framkvæmdastjóra Já, Sigríði Margréti Oddsdóttur, sagði hún að tekið væri á móti nýskráningu og afskráningu í símaskránna á hverjum degi. „Við fengum sterk viðbrögð um helgina frá nokkrum einstaklingum sem er alls ekki sáttur við framkomu Egils en það ber að taka fram að við fengum líka jákvæð viðbrögð. Við biðjum okkar viðskiptavini afsökunar ef einhver hefur móðgast vegna samstarfsins, það var svo sannarlega ekki ætlunin," segir Sigríður. Sigríður segir að mótmælin muni ekki hafa áhrif á samstarf fyrirtæksins við Egil. „Við metum það sem svo að það sé ómaklega vegið að Agli í umræðunni sem stendur, hann hefur undanfarin ár verið í forsvari fyrir jákvæð verkefni, hvort sem um ræðir bókaútgáfu, sjónvarpsþætti eða heilsurækt," segir Sigríður og bætir við: „Hann hefur húmor fyrir sjálfum sér og við ætlum að halda áfram að vinna að undirbúningi næstu Símaskrár af fullum krafti. Okkar viðskiptavinir geta verið vissir um að næsta Símaskrá verður ekki bara full af símanúmerum heldur líka full af jákvæðu, skemmtilegu og uppbyggilegu efni fyrir lesendur bókarinnar," segir Sigríður. Egill tekur við af listamanninum Hugleiki Dagssyni sem oft hefur teiknað umdeildar myndir. Sigríður segir einhverja hafa ekki verið sátta við hans aðkoma að bókinni, „en þeir voru líka miklu fleiri sem þökkuðu þessa nýbreytni," segir Sigríður. Á nýrri útvarpssíðu Vísis má hlusta á viðtal við Egil sem Simmi og Jói tóku við hann í þætti sínum á laugardag.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira