Viðskipti erlent

Iceland Foods skilaði 25,5 milljarða hagnaði

Breska verslunarkeðjan Iceland Foods Group skilaði methagnaði á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Hagnaðurinn jókst um rúmlega 19% og nam 135,4 milljónum punda eða um 25,5 milljörðum kr. fyrir skatta.

Þar með var hagnaðarmetið fyrir þar síðasta reikningsár slegið en þá nam hagnaður keðjunnar 114 milljónum punda fyrir skatta. Veltan það ár nam 2,1 milljarði punda en hún slagaði hátt í 2,3 miljarða punda á síðasta reikningsári. Veltan jókst um rúm 10% milli ára.

Íslenskir aðilar eiga megnið af Iceland Foods Group. Eignarhlutur Íslendinga skiptist þannig að 40% eru í eigu skilanefndar Landsbankans, 29% í eigu Styttu og raunar á leið í hendur skilanefndar Landsbankans og skilanefnd Glitis heldur á 10% hlut. Samtals nemur eignarhluturinn því 79%.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×