Enski boltinn

Helmingslíkur á að Donovan fari til Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eftirsóttir Galaxy-menn. Beckham og Donovan spila saman með LA Galaxy.
Eftirsóttir Galaxy-menn. Beckham og Donovan spila saman með LA Galaxy.

Þó svo Everton muni ekki fá David Beckham er ekki loku fyrir það skotið að félagi Beckham hjá LA Galaxy, Landon Donovan, muni fara til félagsins líkt og hann gerði á síðustu leiktíð.

Donovan sló í gegn hjá félaginu þegar hann kom þangað um síðustu áramót. Everton vinnur að því að fá hann aftur og sjálfur er Donovan opinn fyrir möguleikanum.

Donovan segist þó þurfa að hugsa um sjálfan sig. Hann megi ekki ofgera sér. Hann hefur ekki tekið frí lengi enda spilaði hann einnig á HM ásamt því að vera með Galaxy og Everton á árinu.

"Mig langar að fara aftur. Hvernig væri annað hægt miðað við hvernig þetta gekk síðast. Ég þarf samt að vera ábyrgur gagnvart líkama mínum. Ég myndi því segja að það væru helmingslíkur á að ég færi til Everton sem stendur," sagði Donovan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×