Verulega dregur úr kortanotkun í Bandaríkjunum 1. desember 2010 10:07 Verulega hefur dregið úr notkun greiðslukorta meðal almennings í Bandaríkjunum í ár miðað við árið í fyrra. Í ár eru 78 milljónir Bandaríkjamanna án greiðslukorta en í fyrra var þessi fjöldi 70 milljón manns. Gerri Detweiler hjá Credit.com segir í samtali við CNN Money að þessar tölur séu eindæmi. Hann hafi fylgst með notkun greiðslukorta frá árinu 1987 og aldrei frá þeim tíma séð að tölur um notkun kortana í Bandaríkjunum hafi minnkað milli ára. Þvert á móti hafi notkun ætíð aukist milli ára. Detweiler segir að skýringin á þessu liggi í kreppunni og því að almenningur í Bandríkjunum hafi nú minna milli handanna en áður. „Þegar fólk er með tryggan fjárhag og telur efnahagslífið í lagi þá telur það greiðslukortanotkun örugga," segir Detweiler. „Nú er almenningur óttasleginn og óöruggur um efnahagsstöðuna." Fram kemur í umfjöllun CNN Money að ekki sé aðeins um verulegan samdrátt í fjölda greiðslukorta að ræða heldur hafa upphæðirnar einnig minnkað. Samkvæmt upplýsingum frá Transunion hefur meðalskuld á kortunum lækkað um 11% frá í fyrra og stendur nú í tæpum 600.000 kr. Ben Woolsey hjá Creditcards.com segir að hluti skýringarinnar á samdrætti í fjölda kortanna sé vegna þess að greiðslukortafyrirtækin hafi tekið til í þessum viðskiptum og lokað þeim kortum sem eru ekkert eða lítið notuð. Einnig séu nú strangari reglur um hverjir fái kort til notkunnar. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verulega hefur dregið úr notkun greiðslukorta meðal almennings í Bandaríkjunum í ár miðað við árið í fyrra. Í ár eru 78 milljónir Bandaríkjamanna án greiðslukorta en í fyrra var þessi fjöldi 70 milljón manns. Gerri Detweiler hjá Credit.com segir í samtali við CNN Money að þessar tölur séu eindæmi. Hann hafi fylgst með notkun greiðslukorta frá árinu 1987 og aldrei frá þeim tíma séð að tölur um notkun kortana í Bandaríkjunum hafi minnkað milli ára. Þvert á móti hafi notkun ætíð aukist milli ára. Detweiler segir að skýringin á þessu liggi í kreppunni og því að almenningur í Bandríkjunum hafi nú minna milli handanna en áður. „Þegar fólk er með tryggan fjárhag og telur efnahagslífið í lagi þá telur það greiðslukortanotkun örugga," segir Detweiler. „Nú er almenningur óttasleginn og óöruggur um efnahagsstöðuna." Fram kemur í umfjöllun CNN Money að ekki sé aðeins um verulegan samdrátt í fjölda greiðslukorta að ræða heldur hafa upphæðirnar einnig minnkað. Samkvæmt upplýsingum frá Transunion hefur meðalskuld á kortunum lækkað um 11% frá í fyrra og stendur nú í tæpum 600.000 kr. Ben Woolsey hjá Creditcards.com segir að hluti skýringarinnar á samdrætti í fjölda kortanna sé vegna þess að greiðslukortafyrirtækin hafi tekið til í þessum viðskiptum og lokað þeim kortum sem eru ekkert eða lítið notuð. Einnig séu nú strangari reglur um hverjir fái kort til notkunnar.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira