Enski boltinn

Sevilla á eftir Park

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn 29 ára gamli Suður-Kóreubúi, Park Ji-Sung, er undir smásjá spænska liðsins Sevilla sem vill kaupa hann frá Man. Utd i janúar. Forráðamenn Sevilla hafa þegar sett sig í samband við umboðsmann leikmannsins.

Samningur Park við United rennur út 2012 en hann hefur verið mikilvægur hlekkur í leikmannahópi United síðustu ár og oftar en ekki skilað sínu með sóma.

Park hefur þó fengið færri tækifæri en oft áður í vetur og gæti hugsanlega freistast til þess að fara annað þar sem hann fær að spila meira.

Park hefur verið í herbúðum United síðan 2005 er hann var keyptur á 5 milljónir evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×