Ensku úrvalsdeildarliðin greiddu umboðsmönnum 12 milljarða á einu ári Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 1. desember 2010 08:39 Forráðamenn Chelsea greiddu um 1,6 milljarða kr. til umboðsmanna á einu ári. Nordic Photos/Getty Images Þrátt fyrir að enska meistaraliðið Chelsea hafi aðeins keypt tvo leikmenn frá lokum septembermánaðar 2009 til 1. okt. 2010 greiddi félagið rúmlega 1,6 milljarða kr. til umboðsmanna á sama tímabili. Blackpool eyddi minnstu fé í slíka þjónustu eða rétt um 8 milljónir kr., en Manchester City eyddi helmingi lægri upphæð í umboðsmenn á þessu tímabili í samanburði við árið þar á undan. Forráðamenn Blackpool eru eina félagið í úrvalsdeild sem notar það viðmið að leikmenn beri kostnaðinn við störf umboðsmanna. Það fór lítið fyrir Manchester United á leikmannamarkaðinum þegar leikmannaglugginn var opnaður í janúar á þessu ári. Félagið greiddi hinsvegar um 420 milljónir kr. til umboðsmanna og þá eru tekjur Paul Stretford umboðsmanns Wayne Rooney ekki teknar með í reikninginn. Stretford fær sinn hlut af launum Rooney í hverri viku en Rooney fær um 47 milljónir kr. í laun á viku. Kostnaður Chelsea vegna starfa umboðsmanna kemur verulega á óvart þar sem að Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri liðsins fékk aðeins þá Ramires frá Benfica og Yossi Benayoun frá Liverpool. Samtals greiddi Chelsea um 2,5 milljarða kr. fyrir þessa leikmenn. Ein skýring gæti verið á hárri greiðslu félagsins til umboðsmanna og tengist hún samningum þeirra Nicolas Anelka og Michael Essien. Þeir skrifuðu báðir undir saminga við félagið s.l. sumar og umboðsmenn þeirra hafa eflaust fengið háar greiðslur fyrir þeirra störf. Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool fer hér yfir stöðuna af yfirvegun. Liverpool borgaði einnig um 1,6 milljarða kr. til umboðsmanna á áðurnefndu tímabili sem hófst 1. Okt. 2009 og lauk í lok september á þessu ári. Félagið fékk Joe Cole til liðsins frá Chelsea án þess að greiða fyrir hann, en Cole gerði samning til fjögurra ára og fær hann um 17 milljónir kr. í laun á viku. Liverpool þurfti einnig að greiða ýmsum aðilum vegna starfsloka knattspyrnustjórans Rafael Benitez. Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool fékk Raul Meireles, Christian Poulsen og Paul Konchesky til félagsins ásamt Cole. Við þessa upphæð bætist kostnaður vegna félagaskipta þeirra Milan Jovanovic og Maxi Rodriguez sem voru komnir til Liverpool á meðan Benitez var knattspyrnustjóri. Karl Oyston stjórnarformaður Blackpool hefur sagt að knattspyrnan snúist um leikmenn en ekki umboðsmenn. „Ég er á þeirri skoðun að samningar við leikmenn snúist um að þeir fái tækifæri til þess að keppa við þá bestu í bestu deild í heimi. Umboðsmenn eru ekki alltaf með það sjónarmið að leiðarljósi," sagði Oyston. Wayne Rooney fær ótrúlega fjárhæð í laun í hverri einustu viku hjá Manchester United.Vísir/getty Greiðslur ensku úrvalsdeildarliðanna til umboðsmanna: 1. okt 2009 - 30. sept. 2010. 1. Chelsea 1,697 milljónir kr. 2. Liverpool 1.650 milljónir kr. 3. Manchester City 1.087 milljónir kr. 4. Tottenham 979 milljónir kr. 5. Sunderland 807 milljónir kr. 6. Arsenal 668 milljónir kr. 7. Everton 657 milljónir kr. 8. Bolton 648 milljónir kr. 9. West Ham 624 milljónir kr. 10. Wigan 449 milljónir kr. 11. Newcastle 441 milljónir kr. 12. Manchester United 422 milljónir kr. 13. Aston Villa 416 milljónir kr. 14. Stoke 401 milljónir kr. 15. Fulham 381 milljónir kr. 16. Blackburn 296 milljónir kr. 17. Birmingham 277 milljónir kr. 18. Wolves 235 milljónir kr. 19. WBA 112 milljónir kr. 20. Blackpool 8,2 milljónir kr. Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Þrátt fyrir að enska meistaraliðið Chelsea hafi aðeins keypt tvo leikmenn frá lokum septembermánaðar 2009 til 1. okt. 2010 greiddi félagið rúmlega 1,6 milljarða kr. til umboðsmanna á sama tímabili. Blackpool eyddi minnstu fé í slíka þjónustu eða rétt um 8 milljónir kr., en Manchester City eyddi helmingi lægri upphæð í umboðsmenn á þessu tímabili í samanburði við árið þar á undan. Forráðamenn Blackpool eru eina félagið í úrvalsdeild sem notar það viðmið að leikmenn beri kostnaðinn við störf umboðsmanna. Það fór lítið fyrir Manchester United á leikmannamarkaðinum þegar leikmannaglugginn var opnaður í janúar á þessu ári. Félagið greiddi hinsvegar um 420 milljónir kr. til umboðsmanna og þá eru tekjur Paul Stretford umboðsmanns Wayne Rooney ekki teknar með í reikninginn. Stretford fær sinn hlut af launum Rooney í hverri viku en Rooney fær um 47 milljónir kr. í laun á viku. Kostnaður Chelsea vegna starfa umboðsmanna kemur verulega á óvart þar sem að Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri liðsins fékk aðeins þá Ramires frá Benfica og Yossi Benayoun frá Liverpool. Samtals greiddi Chelsea um 2,5 milljarða kr. fyrir þessa leikmenn. Ein skýring gæti verið á hárri greiðslu félagsins til umboðsmanna og tengist hún samningum þeirra Nicolas Anelka og Michael Essien. Þeir skrifuðu báðir undir saminga við félagið s.l. sumar og umboðsmenn þeirra hafa eflaust fengið háar greiðslur fyrir þeirra störf. Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool fer hér yfir stöðuna af yfirvegun. Liverpool borgaði einnig um 1,6 milljarða kr. til umboðsmanna á áðurnefndu tímabili sem hófst 1. Okt. 2009 og lauk í lok september á þessu ári. Félagið fékk Joe Cole til liðsins frá Chelsea án þess að greiða fyrir hann, en Cole gerði samning til fjögurra ára og fær hann um 17 milljónir kr. í laun á viku. Liverpool þurfti einnig að greiða ýmsum aðilum vegna starfsloka knattspyrnustjórans Rafael Benitez. Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool fékk Raul Meireles, Christian Poulsen og Paul Konchesky til félagsins ásamt Cole. Við þessa upphæð bætist kostnaður vegna félagaskipta þeirra Milan Jovanovic og Maxi Rodriguez sem voru komnir til Liverpool á meðan Benitez var knattspyrnustjóri. Karl Oyston stjórnarformaður Blackpool hefur sagt að knattspyrnan snúist um leikmenn en ekki umboðsmenn. „Ég er á þeirri skoðun að samningar við leikmenn snúist um að þeir fái tækifæri til þess að keppa við þá bestu í bestu deild í heimi. Umboðsmenn eru ekki alltaf með það sjónarmið að leiðarljósi," sagði Oyston. Wayne Rooney fær ótrúlega fjárhæð í laun í hverri einustu viku hjá Manchester United.Vísir/getty Greiðslur ensku úrvalsdeildarliðanna til umboðsmanna: 1. okt 2009 - 30. sept. 2010. 1. Chelsea 1,697 milljónir kr. 2. Liverpool 1.650 milljónir kr. 3. Manchester City 1.087 milljónir kr. 4. Tottenham 979 milljónir kr. 5. Sunderland 807 milljónir kr. 6. Arsenal 668 milljónir kr. 7. Everton 657 milljónir kr. 8. Bolton 648 milljónir kr. 9. West Ham 624 milljónir kr. 10. Wigan 449 milljónir kr. 11. Newcastle 441 milljónir kr. 12. Manchester United 422 milljónir kr. 13. Aston Villa 416 milljónir kr. 14. Stoke 401 milljónir kr. 15. Fulham 381 milljónir kr. 16. Blackburn 296 milljónir kr. 17. Birmingham 277 milljónir kr. 18. Wolves 235 milljónir kr. 19. WBA 112 milljónir kr. 20. Blackpool 8,2 milljónir kr.
Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira