Enginn með byssu við höfuðið á Braga 1. desember 2010 06:00 Björgvin Þorsteinsson Björgvin Þorsteinsson, lögmaður eigenda Árbótar, sagði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefði undirritað starfslokasamninginn við Árbót þar sem samið var um 30 milljóna króna uppgjör við heimilið. „Ég er nú með þennan samning fyrir framan mig sem undirritaður var í sumar. Undir þennan samning hefur Bragi Guðbrandsson skrifað,“ sagði Björgvin. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi verið með byssu við höfuðið á honum þegar hann skrifaði undir þetta.“ Í minnisblaði frá Braga Guðbrandssyni sem dagsett er 14. júlí síðastliðinn kemur fram að á fundi með ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins og skrifstofustjóra hafi verið óskað eftir því að Barnaverndarstofa tæki þátt í afgreiðslu málsins með undirskrift á samkomulaginu enda væri stofan samningsaðili við Árbót. „Ég vísaði til fyrri samskipta við ráðuneytið vegna málsins, meðal annars bréfa og tölvupóstsamskipta, þar sem stofan hefði ítrekað látið í ljós það álit að samkomulagið stæðist ekki góða stjórnsýslu af margvíslegum ástæðum,“ segir í minnisblaði Braga um fundinn. „Þá orkaði tvímælis að stofan ætti aðild að samkomulaginu þar sem málinu hefði á sínum tíma, að ósk ráðuneytisins sem og rekstraraðila, verið vísað til afgreiðslu ráðuneytisins [...] Þannig væru drög að umræddu samkomulagi alfarið unnin af hálfu ráðuneytisins og án aðkomu stofunnar og því væri óeðlilegt að Barnaverndarstofa skrifaði undir það. Á hinn bóginn væri stofunni skylt að hlíta fyrirmælum ráðherra í þessa veru ef svo bæri undir [...] Ég skyldi tryggja að það gengi eftir. Væri kallað eftir sjónarmiði mínu af hálfu annarra vegna samkomulagsins greindi ég frá því að ég myndi alls ekki tjá mig um það, hvorki verja það né gagnrýna.“ Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Björgvin Þorsteinsson, lögmaður eigenda Árbótar, sagði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefði undirritað starfslokasamninginn við Árbót þar sem samið var um 30 milljóna króna uppgjör við heimilið. „Ég er nú með þennan samning fyrir framan mig sem undirritaður var í sumar. Undir þennan samning hefur Bragi Guðbrandsson skrifað,“ sagði Björgvin. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi verið með byssu við höfuðið á honum þegar hann skrifaði undir þetta.“ Í minnisblaði frá Braga Guðbrandssyni sem dagsett er 14. júlí síðastliðinn kemur fram að á fundi með ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins og skrifstofustjóra hafi verið óskað eftir því að Barnaverndarstofa tæki þátt í afgreiðslu málsins með undirskrift á samkomulaginu enda væri stofan samningsaðili við Árbót. „Ég vísaði til fyrri samskipta við ráðuneytið vegna málsins, meðal annars bréfa og tölvupóstsamskipta, þar sem stofan hefði ítrekað látið í ljós það álit að samkomulagið stæðist ekki góða stjórnsýslu af margvíslegum ástæðum,“ segir í minnisblaði Braga um fundinn. „Þá orkaði tvímælis að stofan ætti aðild að samkomulaginu þar sem málinu hefði á sínum tíma, að ósk ráðuneytisins sem og rekstraraðila, verið vísað til afgreiðslu ráðuneytisins [...] Þannig væru drög að umræddu samkomulagi alfarið unnin af hálfu ráðuneytisins og án aðkomu stofunnar og því væri óeðlilegt að Barnaverndarstofa skrifaði undir það. Á hinn bóginn væri stofunni skylt að hlíta fyrirmælum ráðherra í þessa veru ef svo bæri undir [...] Ég skyldi tryggja að það gengi eftir. Væri kallað eftir sjónarmiði mínu af hálfu annarra vegna samkomulagsins greindi ég frá því að ég myndi alls ekki tjá mig um það, hvorki verja það né gagnrýna.“
Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira