Húsgagnasmíði slær í gegn hjá nýnemum 1. desember 2010 02:00 Guðmundur Hreinsson og Magnús Ólafsson kennari ásamt nemendum Skólastjóri Byggingartækniskólans og fyrsta árs nemar í húsgagnasmíði á sýningu á skápum og borðum sem nemendur smíðuðu. Sýningin hófst í gær og lýkur í dag í Tækniskólanum á Skólavörðuholti.Fréttablaðið/GVA Guðmundur Hreinsson, skólastjóri Byggingartækniskólans, segir ásókn í húsgagnasmíði hafa sprungið út síðustu misseri. Alls sóttu 22 um að byrja í húsgagnasmíði á komandi vorönn. Undanfarið hafa nýnemar hverju sinni verið tíu talsins. Guðmundur segir aðsóknina að húsgagnasmíðinni sveiflast talsvert eins og tískubylgjur. Stundum hafi hún farið „undir frostmark“ eins og hann orðar það. „Þegar uppsveiflan í þjóðfélaginu var sem mest var minnsti spenningurinn fyrir þessu námi en upp úr hruni byrjaði einhver undiralda í hina áttina og núna virðist þetta vera alveg í þveröfuga stefnu,“ segir Guðmundur, sem kveður námið í húsgagnasmíði reyndar hafa tekið nokkrum breytingum. Það hafi færst meira í áttina að hönnun og því sæki fleiri listanemendur í deildina. „Nú leyfum við nemendum að hanna sín eigin húsgögn og smíða eða þá að velja sér húsgögn eftir einhverja fræga hönnuði og smíða þau. Þar af leiðandi höfum við verið að fá nemendur sem hyggja á framhaldsnám í einhverju tengdu listum,“ útskýrir Guðmundur. Þótt sumir hyggi á framhaldsnám að loknu námi í húsgagnasmíði ætla aðrir að róa á önnur mið. „Það er kostur að geta bæði hannað og smíðað sína gripi. Margir hafa hug á því að selja sína eigin hönnun og ég hef verið að segja við þessa nemendur að það sé aldrei að vita nema grundvöllur sé fyrir því að fólk hafi litla verslun og verkstæði á bak við – eins og þetta var hérna áður fyrr,“ segir Guðmundur. Í gær og í dag sýna fyrsta árs nemar smíði sína á skápum og borðum í Tækniskólanum á Skólavörðuholti og er öllum heimill aðgangur að sýningunni. Skólastjórinn segir samsetningu nemendahópsins hafa breyst gríðarlega. Þótt húsgagnasmiðir séu ekki alveg orðnir að kvennastétt sé yfir helmingur nemendanna konur. „Eftir að þetta varð vinsælt hefur kynjahlutfallið verið næstum jafnt og það er virkilega gaman að því og mjög ánægjulegt að líta inn í kennslustofuna,“ segir Guðmundur Hreinsson. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Guðmundur Hreinsson, skólastjóri Byggingartækniskólans, segir ásókn í húsgagnasmíði hafa sprungið út síðustu misseri. Alls sóttu 22 um að byrja í húsgagnasmíði á komandi vorönn. Undanfarið hafa nýnemar hverju sinni verið tíu talsins. Guðmundur segir aðsóknina að húsgagnasmíðinni sveiflast talsvert eins og tískubylgjur. Stundum hafi hún farið „undir frostmark“ eins og hann orðar það. „Þegar uppsveiflan í þjóðfélaginu var sem mest var minnsti spenningurinn fyrir þessu námi en upp úr hruni byrjaði einhver undiralda í hina áttina og núna virðist þetta vera alveg í þveröfuga stefnu,“ segir Guðmundur, sem kveður námið í húsgagnasmíði reyndar hafa tekið nokkrum breytingum. Það hafi færst meira í áttina að hönnun og því sæki fleiri listanemendur í deildina. „Nú leyfum við nemendum að hanna sín eigin húsgögn og smíða eða þá að velja sér húsgögn eftir einhverja fræga hönnuði og smíða þau. Þar af leiðandi höfum við verið að fá nemendur sem hyggja á framhaldsnám í einhverju tengdu listum,“ útskýrir Guðmundur. Þótt sumir hyggi á framhaldsnám að loknu námi í húsgagnasmíði ætla aðrir að róa á önnur mið. „Það er kostur að geta bæði hannað og smíðað sína gripi. Margir hafa hug á því að selja sína eigin hönnun og ég hef verið að segja við þessa nemendur að það sé aldrei að vita nema grundvöllur sé fyrir því að fólk hafi litla verslun og verkstæði á bak við – eins og þetta var hérna áður fyrr,“ segir Guðmundur. Í gær og í dag sýna fyrsta árs nemar smíði sína á skápum og borðum í Tækniskólanum á Skólavörðuholti og er öllum heimill aðgangur að sýningunni. Skólastjórinn segir samsetningu nemendahópsins hafa breyst gríðarlega. Þótt húsgagnasmiðir séu ekki alveg orðnir að kvennastétt sé yfir helmingur nemendanna konur. „Eftir að þetta varð vinsælt hefur kynjahlutfallið verið næstum jafnt og það er virkilega gaman að því og mjög ánægjulegt að líta inn í kennslustofuna,“ segir Guðmundur Hreinsson. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira