Viðskipti erlent

Starfsmenn BMW staðnir að stórfelldum þjófnaði

Átján starfsmenn þýska bílarisans BMW hafa verið staðnir að stórfelldum þjófnaði á ýmsum bílahlutum úr verksmiðju BMW í Þýskalandi. Þjófnaðurinn var kerfisbundinn og hafði staðið yfir árum saman.

Í frétt um málið á vefsíðunni business.dk segir að upphæðirnar sem hér um ræðir liggi á bilinu 2 til 3 milljónir evra eða allt að hátt í 500 milljónir kr. Féið var flutt á bankareikninga í öðrum löndum, þar á meðal Tyrklandi.

Starfsmennirnir stálu m.a. gírstöngum, hjólkoppum, lyklum og bílsætum en þessir hlutir voru síðan seldir á svörtum markaði. Hlutunum var yfirleitt stolið af færiböndum í verksmiðju BMW skömmu áður en þeir áttu að fara í gegnum gæðaeftirlit.

Þjófnaðurinn var uppgvötvaður af öryggiseftirliti BMW sem síðan hafði samband við lögregluna. Af þessum átján starfsmönnum voru þrír sem höfðu starfað hjá BMW í yfir 30 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×