Leikarabörn stíga fyrstu skrefin á hvíta tjaldinu 9. júlí 2010 10:30 Sigurbjartur Atlason og Eygló Hilmarsdóttir fara með hlutverk Höllu og Svenna sveitó í kvikmyndinni Gauragangi.Fréttablaðið/stefán Eygló Hilmarsdóttir og Sigurbjartur Atlason eru bæði börn landsfrægra leikara og fara með hlutverk í kvikmyndinni Gauragangur, sem hóf tökur sínar í vikunni. Bæði eru þau sammála um að það að hafa alist upp með annan fótinn í leikhúsi hafi ýtt undir áhuga þeirra fyrir listinni að leika. „Allt frá því ég var lítil hefur mér fundist vinnan hjá mömmu og pabba mjög spennandi. Sérstaklega fólkið í kringum leikhúslífið, mér fannst það alltaf svo skemmtilegt,“ segir Eygló Hilmarsdóttir, dóttir Hilmars Jónssonar, leikstjóra og leikara, og Sóleyjar Elíasdóttur leikkonu en hún fer með hlutverk Höllu, bestu vinkonu Orms. Sigurbjartur Atlason, sonur Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, tekur í sama streng: „Ég eyddi miklum tíma í leikhúsinu þegar ég var lítill og get alveg sagt að ég hafi heillast af leikhúsmenningunni,“ segir Sigurbjartur sem hefur meðal annars leikið í leikritunum Jón Oddur og Jón Bjarni, Dýrin í Hálsaskógi og Vatni lífsins. Hann mun taka að sér hlutverk Svenna sveitó í myndinni. Eygló og Sigurbjartur eiga fleira sameiginlegt en að hafa alist upp bak við tjöldin í leikhúsum landsins. Bæði eru þau virkir meðlimir í leikfélögum hjá sínum menntaskóla, Eygló er formaður leikfélagsins Herranótt í MR og Sigurbjartur virkur meðlimur í LFMH, og eru þetta þeirra fyrstu skref á hvíta tjaldinu, eða svona næstum því. „Ég lék lítið statistahlutverk í Mávahlátri, var stelpan í bleiku kápunni 17. júní. Það voru mínar fyrstu tvær sekúndur af frægð,“ segir Eygló hlæjandi. Sigurbjartur segist vera smá stressaður fyrir frumrauninni fyrir framan linsuna. „Það er pínu stressandi að vera að fara að leika í bíómynd núna því ég hef aldrei gert þetta áður en ég er samt mjög spenntur og hlakka til að takast á við þetta,“ segir Sigurbjartur og viðurkennir að það sé mjög þægilegt að hafa pabba sér til halds og trausts í vafaatriðum. Eygló og Sigurbjartur fóru í prufur fyrir næstum ári en leikstjórinn, Gunnar Björn Guðmundsson, hélt opnar áheyrnarprufur víðs vegar um landið og prófaði kringum 700 manns. „Þetta var svolítið langt ferli en ég er mjög glöð að hafa fengið hlutverk. Þetta verður spennandi,“ segir Eygló að lokum en hennar fyrsti dagur í tökum er í dag.alfrun@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Eygló Hilmarsdóttir og Sigurbjartur Atlason eru bæði börn landsfrægra leikara og fara með hlutverk í kvikmyndinni Gauragangur, sem hóf tökur sínar í vikunni. Bæði eru þau sammála um að það að hafa alist upp með annan fótinn í leikhúsi hafi ýtt undir áhuga þeirra fyrir listinni að leika. „Allt frá því ég var lítil hefur mér fundist vinnan hjá mömmu og pabba mjög spennandi. Sérstaklega fólkið í kringum leikhúslífið, mér fannst það alltaf svo skemmtilegt,“ segir Eygló Hilmarsdóttir, dóttir Hilmars Jónssonar, leikstjóra og leikara, og Sóleyjar Elíasdóttur leikkonu en hún fer með hlutverk Höllu, bestu vinkonu Orms. Sigurbjartur Atlason, sonur Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, tekur í sama streng: „Ég eyddi miklum tíma í leikhúsinu þegar ég var lítill og get alveg sagt að ég hafi heillast af leikhúsmenningunni,“ segir Sigurbjartur sem hefur meðal annars leikið í leikritunum Jón Oddur og Jón Bjarni, Dýrin í Hálsaskógi og Vatni lífsins. Hann mun taka að sér hlutverk Svenna sveitó í myndinni. Eygló og Sigurbjartur eiga fleira sameiginlegt en að hafa alist upp bak við tjöldin í leikhúsum landsins. Bæði eru þau virkir meðlimir í leikfélögum hjá sínum menntaskóla, Eygló er formaður leikfélagsins Herranótt í MR og Sigurbjartur virkur meðlimur í LFMH, og eru þetta þeirra fyrstu skref á hvíta tjaldinu, eða svona næstum því. „Ég lék lítið statistahlutverk í Mávahlátri, var stelpan í bleiku kápunni 17. júní. Það voru mínar fyrstu tvær sekúndur af frægð,“ segir Eygló hlæjandi. Sigurbjartur segist vera smá stressaður fyrir frumrauninni fyrir framan linsuna. „Það er pínu stressandi að vera að fara að leika í bíómynd núna því ég hef aldrei gert þetta áður en ég er samt mjög spenntur og hlakka til að takast á við þetta,“ segir Sigurbjartur og viðurkennir að það sé mjög þægilegt að hafa pabba sér til halds og trausts í vafaatriðum. Eygló og Sigurbjartur fóru í prufur fyrir næstum ári en leikstjórinn, Gunnar Björn Guðmundsson, hélt opnar áheyrnarprufur víðs vegar um landið og prófaði kringum 700 manns. „Þetta var svolítið langt ferli en ég er mjög glöð að hafa fengið hlutverk. Þetta verður spennandi,“ segir Eygló að lokum en hennar fyrsti dagur í tökum er í dag.alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira