Lífið

Gæðablóð leitar að bestu nikkunni

Hljómsveitin Gæðablóð er nú að leita að harmonikkuleikara fyrir næstu skífu sína en þar eiga að vera tvö til þrjú lög með harmonikkutónum. Þeir sem áhuga hafa geta litið við á Bar-Gallerí 46 á Hverfisgötunni í kvöld þar sem hljómsveitin treður upp.

 

 

Kormákur Bragason talsmaður Gæðablóðs segir að þeir séu að leita að harmonikkusnillingi. „Við viljum ekki bara einhvern sem getur þanið nikkuna sína heldur einhvern sem getur farið hamförum á þessu hljóðfæri," segir Kormákur.

 

Fjörið hefst klukkan 22.30 og munu þeir harmonikkuleikarar sem áhuga hafa getið tekið nokkur grip með Gæðablóð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.