Íslenski boltinn

Rasmus Christiansen hjá ÍBV út næsta sumar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Við undirskriftina. Frá vinstri: Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri, Rasmus Christiansen og Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.
Við undirskriftina. Frá vinstri: Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri, Rasmus Christiansen og Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Eyjafréttir
Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen verður áfram hjá ÍBV út næsta tímabil. Christiansenhefur leikið mjög vel með liðinu í sumar en hann var í láni frá danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Hann kemur frítt til ÍBV þar sem danska félagið hefur rift samningi sínum við hann. Christiansen sagði við Eyjafréttir að hann hlakki til að einbeita sér að fótboltanum með ÍBV.

„Ég hef verið að spila mikið með ÍBV og ég kom hingað til að spila. Ég var ekki að fá sömu tækifæri hjá Lyngby og tel best að vera hér til að þróa leik minn enn betur. Svo er auðvitað ekki verra að ÍBV er að berjast í toppbaráttunni og gæti jafnvel endað í Evrópukeppni næsta sumar," sagði Rasmus við Eyjafréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×