Bjössi í Mínus kemst inn í leiklistarskóla í Danmörku 9. júlí 2010 11:00 Björn Stefánsson tónlistarmaður hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla í Danmörku. fréttablaðið/anton Tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tónlistinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu. „Fréttirnar komu flestum sem ég þekki á óvart. Ég sagði engum frá því að ég ætlaði í inntökuprófið því ég nennti ekki að þurfa að útskýra mig ef ég fengi ekki inngöngu," útskýrir Björn. Hann segir leiklist og tónlist haldast svolítið í hendur og segir flesta tónlistarmenn dreyma um að verða leikara og öfugt. „Mér finnst leiklistin mjög heillandi. Mér finnst gaman að skapa karakter og halda það út að vera hann í einhvern tíma, það er eitthvað mjög heillandi við það." Inntökuprófið sjálft tók um sex klukkustundir í allt og segir Björn að hann hafi mætt kokhraustur á staðinn og ákveðinn í að láta litla dönskukunnáttu ekki aftra sér. „Ég gerði mig oft að fífli þarna en ég trúi því að ef maður gerir sitt besta þá sjái fólk það. Skólinn hefur líka boðið mér að taka dönskunám samhliða leiklistarnáminu sem ég ætla að gera. Ég er bæði spenntur og kvíðinn en ég hef alltaf haft þörf fyrir að ögra sjálfum mér og þetta er þannig verkefni." Björn mun dvelja í Danmörku næstu fjögur árin ásamt unnustu sinni og dóttur, sem hafa að hans sögn aðlagast nýjum heimkynnum vel. „Við erum búin að vera í Danmörku í rúmt ár og líður mjög vel þar. Sú litla er nánast orðin dönsk, talar tungumálið fullkomlega og gerir óspart grín að mér þegar ég segi eitthvað vitlaust," segir hann og hlær. Björn segist þó ekki hættur í tónlistinni og mun hann sinna henni eitthvað meðfram náminu. „Ég verð alltaf tónlistarmaður. En núna ætla ég að einbeita mér að náminu og minna að tónlistinni, enda krefst námið mikillar viðveru," segir Björn að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tónlistinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu. „Fréttirnar komu flestum sem ég þekki á óvart. Ég sagði engum frá því að ég ætlaði í inntökuprófið því ég nennti ekki að þurfa að útskýra mig ef ég fengi ekki inngöngu," útskýrir Björn. Hann segir leiklist og tónlist haldast svolítið í hendur og segir flesta tónlistarmenn dreyma um að verða leikara og öfugt. „Mér finnst leiklistin mjög heillandi. Mér finnst gaman að skapa karakter og halda það út að vera hann í einhvern tíma, það er eitthvað mjög heillandi við það." Inntökuprófið sjálft tók um sex klukkustundir í allt og segir Björn að hann hafi mætt kokhraustur á staðinn og ákveðinn í að láta litla dönskukunnáttu ekki aftra sér. „Ég gerði mig oft að fífli þarna en ég trúi því að ef maður gerir sitt besta þá sjái fólk það. Skólinn hefur líka boðið mér að taka dönskunám samhliða leiklistarnáminu sem ég ætla að gera. Ég er bæði spenntur og kvíðinn en ég hef alltaf haft þörf fyrir að ögra sjálfum mér og þetta er þannig verkefni." Björn mun dvelja í Danmörku næstu fjögur árin ásamt unnustu sinni og dóttur, sem hafa að hans sögn aðlagast nýjum heimkynnum vel. „Við erum búin að vera í Danmörku í rúmt ár og líður mjög vel þar. Sú litla er nánast orðin dönsk, talar tungumálið fullkomlega og gerir óspart grín að mér þegar ég segi eitthvað vitlaust," segir hann og hlær. Björn segist þó ekki hættur í tónlistinni og mun hann sinna henni eitthvað meðfram náminu. „Ég verð alltaf tónlistarmaður. En núna ætla ég að einbeita mér að náminu og minna að tónlistinni, enda krefst námið mikillar viðveru," segir Björn að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira