Þjófur -s, -ar KK Rúnar Helgi Vignisson skrifar 9. júlí 2010 06:00 Í mínum huga hefur orðið þjófur verið endurskilgreint. Nú einskorða ég skilgreininguna ekki lengur við hegningarlögin sem okkar mistæka Alþingi hefur samþykkt heldur set orðið í víðara samhengi. Jón Hreggviðsson var ekki eiginlegur þjófur í mínum huga þótt hann nældi sér í snæri og margir þeirra sem breska heimsveldið lét flytja til Ástralíu á sínum tíma voru það ekki heldur. Jón og áströlsku sakamennirnir voru miklu frekar fórnarlömb þjófa, rétt eins og alþýða þessa lands er nú. Það felur nefnilega í sér þjófnað að búa til samfélag sem hlunnfer suma þegna sína. Samfélag sem misskiptir auði sínum svo gróflega að sumir neyðast til að stela sér til lífsviðurværis er samfélag ranglætis sem ekki verður réttlætt og gerir alla að þjófum áður en yfir lýkur. Ekkert réttlætir að fáir sölsi undir sig svo mikinn auð að þúsundir ef ekki milljónir annarra lepji dauðann úr skel. Þeir sem það gera eru þjófar enda kemur alltaf í ljós að auðurinn var illa fenginn, að hann var í rauninni ólíðandi upptaka á eigum og lífsorku annarra. Sagan sýnir okkur að slík þróun endar á einn veg því allir telja sig innst inni eiga rétt á mannsæmandi lífi. Vissulega á snjallt fólk sem skapar öðrum lífsviðurværi að njóta þess, en ef því hefur líka verið gefin viska veit það að umbunin felst ekki bara í veraldlegum auði. Mannkyninu óx ekki fiskur um hrygg af því fáir kúguðu auðinn út úr þegnunum. Umbunin felst í samfélagi þar sem allir njóta sín og síns auðs á sanngjörnum forsendum. En vei hinni föllnu borg; nú horfir maður á eigur nágrannans og hugsar sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í mínum huga hefur orðið þjófur verið endurskilgreint. Nú einskorða ég skilgreininguna ekki lengur við hegningarlögin sem okkar mistæka Alþingi hefur samþykkt heldur set orðið í víðara samhengi. Jón Hreggviðsson var ekki eiginlegur þjófur í mínum huga þótt hann nældi sér í snæri og margir þeirra sem breska heimsveldið lét flytja til Ástralíu á sínum tíma voru það ekki heldur. Jón og áströlsku sakamennirnir voru miklu frekar fórnarlömb þjófa, rétt eins og alþýða þessa lands er nú. Það felur nefnilega í sér þjófnað að búa til samfélag sem hlunnfer suma þegna sína. Samfélag sem misskiptir auði sínum svo gróflega að sumir neyðast til að stela sér til lífsviðurværis er samfélag ranglætis sem ekki verður réttlætt og gerir alla að þjófum áður en yfir lýkur. Ekkert réttlætir að fáir sölsi undir sig svo mikinn auð að þúsundir ef ekki milljónir annarra lepji dauðann úr skel. Þeir sem það gera eru þjófar enda kemur alltaf í ljós að auðurinn var illa fenginn, að hann var í rauninni ólíðandi upptaka á eigum og lífsorku annarra. Sagan sýnir okkur að slík þróun endar á einn veg því allir telja sig innst inni eiga rétt á mannsæmandi lífi. Vissulega á snjallt fólk sem skapar öðrum lífsviðurværi að njóta þess, en ef því hefur líka verið gefin viska veit það að umbunin felst ekki bara í veraldlegum auði. Mannkyninu óx ekki fiskur um hrygg af því fáir kúguðu auðinn út úr þegnunum. Umbunin felst í samfélagi þar sem allir njóta sín og síns auðs á sanngjörnum forsendum. En vei hinni föllnu borg; nú horfir maður á eigur nágrannans og hugsar sitt.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun