Lífið

Elskhuginn til Þýskalands

Bók Steinunnar, Góði elskhuginn, verður gefin út í Þýskalandi á vegum Rowohlt. Fréttablaðið/Vilhelm
Bók Steinunnar, Góði elskhuginn, verður gefin út í Þýskalandi á vegum Rowohlt. Fréttablaðið/Vilhelm

Samningar hafa náðst við þýska útgáfurisann Rowohlt um útgáfu á Góða elskhuganum eftir rithöfundinn Steinunni Sigurðardóttur.

Rowohlt er ein glæsilegasta útgáfa Þýskalands og gefur út höfunda á borð við Paul Auster, Philip Roth, José Saramago og Toni Morrison. Rowohlt gaf síðast út skáldsöguna Sólskinshest eftir Steinunni, sem hefur hlotið góðar undirtektir.

Steinunn hefur fylgt bókinni eftir með upplestrum um þvert og endilangt Þýskaland. Góði elskhuginn kom út hjá Bjarti síðasta haust og er nú fáanleg í kilju.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×