Viðskipti erlent

Justin Timberlake í nýrri mynd um Facebook

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mark Zuckerberg segir að það hefði aldrei átt að gera myndina. Mynd/ AFP.
Mark Zuckerberg segir að það hefði aldrei átt að gera myndina. Mynd/ AFP.
Söngvarinn vinsæli, Justin Timberlake, leikur í mynd sem verið er að gera um aðdragandann að því að Facebook samskiptavefurinn varð til. Gert er ráð fyrir að myndin komi út um mánaðamótin september/október næstkomandi.

Myndin ber titilinn "The Social Network" og gæti útlagst sem "Félagsnetið" á íslensku. Í myndinni er sagt frá því þegar Mark Zuckerberg og Dustin Moscovitz vinna að því að þróa Facebook vefinn á árunum 2003 og 2004.

Eftir því sem fram kemur á norska vefnum E24 eru þeir Zuckerberg og Moscowitz ekki par hrifnir af því sem þeir vita um myndina. Zuckerberg segir að aldrei hefði átt að gera hana og Moscowitz segir að það sem hann hafi séð úr henni bendi til þess að röng mynd sé dregin upp af líferni þeirra. Of mikið sé gert úr skemmtanalífi þeirra og kvennafari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×