Ragnar Sigurðsson var á skotskónum fyrir lið sitt, IFK Göteborg, er það lagði Halmstad, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Mark Ragnars var þriðja og síðasta mark Göteborg í leiknum. Theodór Elmar Bjarnason og Hjálmar Jónsson voru einnig í byrjunarliði Göteborg í dag.
Helgi Valur Daníelsson er kominn aftur til Svíþjóðar og hann spilaði með sínu nýja liði, AIK, er það skellti Malmö, 2-0.