Formúla 1

Schumacher nálægt því að vera vísað úr keppni

Michael Schumacher á mótsstað í Búdapest um helgina.
Michael Schumacher á mótsstað í Búdapest um helgina. Mynd: Getty Images

Dómarar Formúlu 1 mótsins í Búdapest í Ungverjalandi voru nálægt því að vísa Michael Schumacher úr keppninni fyrir brot gegn Rubens Barrichello, sem fór framúr Schumacher eftir að hann hafði þrengt að Barrichello á mikilli ferð.

Dereck Warwick sem var meðal dómara á móti sagði þetta í viðtali við BBC 5 samkvæmt frétt á autosport.com. Dómurum gafst bara ekki tími til að dæma hann úr keppni, þar sem skoða þurfti myndbönd gaumgæfilega áður en úrskurðað var.

Dómarar ákváðu að gefa Schumacher 10 sæta refsingu eftir tímatökuna á Spa brautinni sem verður næsti vettvangur Formúlu 1.

Barrichello heyrðist segja það í talkerfið við lið sitt að Schumacher ætti að fá svarta flaggið, en slíkt þýðir að menn eru dæmdir úr keppni.

"Að sýna svarta flaggið hefði verið sýnt yngri ökumönnum fordæmi, en við höfðum ekki tíma til þess, eftir að hafa skoðaða sönnunargögnin", sagði Warwick, en hann er fyrrum Formúlu 1 ökumaður.

"Við ræddum við Barrichello og Schumacher og viðbrögð Schumacher ollu mér vonbrigðum. Við sáum okkur ekki annað fært en refsa honum með 10 sæta refsingu. Ef fleiri hringir hefðu verið eftir, þá hefðum við dæmt hann úr leik. En það þarf líka að gæta að því að allir dómarar séu sammála og að skoða gögnin vel."

Warwick sagði að til greina hefði komið að banna Schumacher að keppa í næstu 1-2 mótum, en 10 sæta refsingin hefði verið látinn duga. Hann sagðist vona að Schumacher lærði að dómarar muni ekki liða akstursmáta af því tagi sem hann sýndi gagnvart Barrichello.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×