Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum 18. ágúst 2010 06:00 Álftanes er á meðal skuldsettustu sveitarfélaga landsins. MYND/Stefán Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tvær nefndir eru starfandi á vegum ríkisins til að endurskoða sveitarstjórnarlög, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármál sveitarfélaga almennt. Reiknað er með að önnur nefndanna skili tillögum í formi frumvarps til ráðherra sveitarstjórnarmála í haust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar lagt til að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga. Ýmsar útfærslur hafa komið til tals, en miklu máli þykir skipta hvernig skuldirnar eru skilgreindar og umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er að mestu með skattfé fellur undir A-hluta, þar á meðal rekstur skóla og félagsþjónustu. Undir B-hluta fellur rekstur sem fjármagnaður er að mestu með sjálfsaflatekjum, til dæmis hitaveita og hafnir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sérfræðingar sem unnið hafa að frumvarpinu vilji skilgreina skuldir sveitarfélaganna vítt, og hafa þar bæði A- og B-hluta undir. Skuldir A-hlutans þykja ekki gefa raunverulega mynd af skuldsetningunni. Það myndi þýða að skuldir og tekjur Orkuveitu Reykjavíkur yrðu teknar með í reikninginn við mat á skuldum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru uppi um að skuldaþakið verði 150 prósent af tekjum bæði A- og B-hluta. Verði skuldirnar skilgreindar með þrengri hætti verður skuldaþakið að vera mun lægra, að mati sérfræðinganna. Vinna við fyrirhugaðar lagabreytingar er í fullum gangi, og hafa tveir sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið hér á landi frá því á sunnudag til að fara yfir málin og koma með tillögur að úrbótum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð mikil áhersla á að frumvarpið fari fyrir Alþingi snemma á haustþingi svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. Sömu heimildir herma að verði ljóst að það takist ekki sé mögulegt að breytingar á lögum um fjármál sveitarfélaga verði settar í sérstakt frumvarp svo hægt verði að koma þeim í gegnum þingið fyrir áramót.- bj Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tvær nefndir eru starfandi á vegum ríkisins til að endurskoða sveitarstjórnarlög, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármál sveitarfélaga almennt. Reiknað er með að önnur nefndanna skili tillögum í formi frumvarps til ráðherra sveitarstjórnarmála í haust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar lagt til að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga. Ýmsar útfærslur hafa komið til tals, en miklu máli þykir skipta hvernig skuldirnar eru skilgreindar og umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er að mestu með skattfé fellur undir A-hluta, þar á meðal rekstur skóla og félagsþjónustu. Undir B-hluta fellur rekstur sem fjármagnaður er að mestu með sjálfsaflatekjum, til dæmis hitaveita og hafnir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sérfræðingar sem unnið hafa að frumvarpinu vilji skilgreina skuldir sveitarfélaganna vítt, og hafa þar bæði A- og B-hluta undir. Skuldir A-hlutans þykja ekki gefa raunverulega mynd af skuldsetningunni. Það myndi þýða að skuldir og tekjur Orkuveitu Reykjavíkur yrðu teknar með í reikninginn við mat á skuldum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru uppi um að skuldaþakið verði 150 prósent af tekjum bæði A- og B-hluta. Verði skuldirnar skilgreindar með þrengri hætti verður skuldaþakið að vera mun lægra, að mati sérfræðinganna. Vinna við fyrirhugaðar lagabreytingar er í fullum gangi, og hafa tveir sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið hér á landi frá því á sunnudag til að fara yfir málin og koma með tillögur að úrbótum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð mikil áhersla á að frumvarpið fari fyrir Alþingi snemma á haustþingi svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. Sömu heimildir herma að verði ljóst að það takist ekki sé mögulegt að breytingar á lögum um fjármál sveitarfélaga verði settar í sérstakt frumvarp svo hægt verði að koma þeim í gegnum þingið fyrir áramót.- bj
Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira