Lífið

Jón Arason biskup vaknar til lífsins á hvíta tjaldinu

Sigurjón Sighvatsson er að fara til fundar við indverska leikstjórann Shekhar Kapur til að ræða þann möguleika að hann leikstýri kvikmynd eftir bók Ólafs Gunnarssonar, Öxin og jörðin. Cate Blanchett hefur verið orðuð við hlutverk Þórunnar á Grund, dóttur Jóns Arasonar.
Sigurjón Sighvatsson er að fara til fundar við indverska leikstjórann Shekhar Kapur til að ræða þann möguleika að hann leikstýri kvikmynd eftir bók Ólafs Gunnarssonar, Öxin og jörðin. Cate Blanchett hefur verið orðuð við hlutverk Þórunnar á Grund, dóttur Jóns Arasonar.
Indverski leikstjórinn Shekhar Kapur og kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson eiga fund á næstu dögum í London til að ræða þann möguleika að Kapur leikstýri kvikmynd eftir bók Ólafs Gunnarssonar, Öxin og jörðin. Kapur hefur þegar lesið úrdrátt úr sögunni eftir Ólaf og leist ákaflega vel á en Öxin og jörðin segir frá síðustu dögum Jóns Arasonar, biskups á Hólum, sem hálshöggvinn var í Skálholti 1550 en þar með lauk kaþólskum sið á Íslandi.

„Þetta er þrotlaus vinna, bæði dag og nótt. Ég er búinn að vinna að þessu máli lengi og auðvitað er gaman þegar skriður kemst á málið,“ segir Sigurjón í samtali við Fréttablaðið. Sigurjón er ákaflega ánægður með áhuga Kapur en hann gerði Elizabeth-kvikmyndirnar tvær með Cate Blanchett í aðalhlutverki. Ólafur Gunnarsson, höfundur bókarinnar, er ekki síður ánægður og spenntur. „Ég er örugglega búinn að skrifa svona tíu úrdrætti úr bókinni. Bókin er þess eðlis að það var ansi erfitt að ná tveggja síðna kjarna úr henni í svokallaðan „synopsis“ en þetta heppnaðist fyrir rest og leikstjórinn var ánægður með það sem hann las.“

Ekki er enn komið á hreint hvenær tökur hefjast en Ólafur var þess handviss um að þegar það gerðist yrði hann fyrsti maður á vettvang. „Og mér verður örugglega hent í burtu áður en um langt líður,“ segir Ólafur og hlær en bætir því við að hann hafi heyrt af því að Cate Blanchett væri orðuð við hlutverk Þórunnar á Grund, dóttur Jóns Arasonar.

Shekhar Kapur er einhver virtasti leikstjóri Indverja um þessar mundir. Hann gerði hina umdeildu kvikmynd Bandit Queen sem var bönnuð í heimalandi hans. Kvikmyndirnar Elizabeth komu honum hins vegar endanlega á kortið enda margverðlaunaðar og það er ekki síst reynsla hans af sögulegum og trúarlegum kvikmyndum sem þeir Sigurjón og Ólafur hafa horft til. freyrgigja@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.