Umfjöllun: Fram bikarmeistari í fyrsta skiptið í ellefu ár Ómar Þorgeirsson skrifar 27. febrúar 2010 19:08 Framstúlkur fögnuðu dátt í leikslok í dag. Mynd/Daníel Fram varð Eimskipsbikarmeistari kvenna í handbolta eftir dramatískan 20-19 sigur gegn Val í Laugardalshöll í dag en staðan var 13-9 Fram í vil í hálfleik. Þetta er þrettándi bikarmeistaratitil kvennaliðs Fram en ellefu ár eru liðin síðan liðið vann síðast en það var árið 1999. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 5-0 forystu snemma leiks. Valur lét þó ekki slá sig útaf laginu og náði með mikilli baráttu að saxa á forskot Fram og jafna leikinn 7-7. Þá náði Fram aftur tökum á leiknum og þegar hálfleiksflautan gall var munurinn á liðunum fjögur mörk, 13-9 Fram í vil. Framstúlkur náðu að halda forskotinu framan af seinni hálfleiknum og útlit fyrir að þær myndu sigla sigrinum hægt og bítandi í land en Valsstúlkur voru hins vegar ekki búnar að segja sitt síðasta. Í stöðunni 19-14 Fram í vil um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsstúlkur að skora fimm mörk í röð og jafna leikinn, 19-19, þegar skammt lifði leiks. Markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hjá Val fór á kostum á þeim leikkafla og hún náði svo að verja úr dauðafæri eftir það þannig að Valsstúlkur voru skyndilega komnar með pálmann í hendurnar og möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunni. Þær fóru hins vegar illa af ráði sínu í sókninni og misstu boltann í hendurnar á Framstúlkum sem brunuðu í sókn á lokaandartökunum. Berglind Íris varði aftur meistaralega en það nægði ekki því Pavla Nevarilova náði á ótrúlegan hátt að slá boltann inn í markið af línunni og leiktíminn rann út eftir það og dramatískur sigur Framara staðreynd.Tölfræðin: Fram-Valur 20-19 (13-9)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 6/1 (17/2), Karen Knútsdóttir 4/1 (10/3), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 23/1 (42/5, 55%)Hraðaupphlaup: 6 (Guðrún Þóra, Marthe, Stella, Karen, Ásta Birna, Hildur)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Stella, Marthe, Pavla)Utan vallar: 6 mínúturMörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 8/4 (19/5), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Katrín Andrésdóttir 2 (3), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6), Brynja Dögg Steinsen 1 (1), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 0 (1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 23/2 (43/5, 53%)Hraðaupphlaup: 4 (Hrafnhildur, Ágústa Edda, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 5 (Hrafnhildur 2, Rebekka Rut, Kristín, Brynja Dögg)Utan vallar: 0 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Fram varð Eimskipsbikarmeistari kvenna í handbolta eftir dramatískan 20-19 sigur gegn Val í Laugardalshöll í dag en staðan var 13-9 Fram í vil í hálfleik. Þetta er þrettándi bikarmeistaratitil kvennaliðs Fram en ellefu ár eru liðin síðan liðið vann síðast en það var árið 1999. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 5-0 forystu snemma leiks. Valur lét þó ekki slá sig útaf laginu og náði með mikilli baráttu að saxa á forskot Fram og jafna leikinn 7-7. Þá náði Fram aftur tökum á leiknum og þegar hálfleiksflautan gall var munurinn á liðunum fjögur mörk, 13-9 Fram í vil. Framstúlkur náðu að halda forskotinu framan af seinni hálfleiknum og útlit fyrir að þær myndu sigla sigrinum hægt og bítandi í land en Valsstúlkur voru hins vegar ekki búnar að segja sitt síðasta. Í stöðunni 19-14 Fram í vil um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsstúlkur að skora fimm mörk í röð og jafna leikinn, 19-19, þegar skammt lifði leiks. Markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hjá Val fór á kostum á þeim leikkafla og hún náði svo að verja úr dauðafæri eftir það þannig að Valsstúlkur voru skyndilega komnar með pálmann í hendurnar og möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunni. Þær fóru hins vegar illa af ráði sínu í sókninni og misstu boltann í hendurnar á Framstúlkum sem brunuðu í sókn á lokaandartökunum. Berglind Íris varði aftur meistaralega en það nægði ekki því Pavla Nevarilova náði á ótrúlegan hátt að slá boltann inn í markið af línunni og leiktíminn rann út eftir það og dramatískur sigur Framara staðreynd.Tölfræðin: Fram-Valur 20-19 (13-9)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 6/1 (17/2), Karen Knútsdóttir 4/1 (10/3), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 23/1 (42/5, 55%)Hraðaupphlaup: 6 (Guðrún Þóra, Marthe, Stella, Karen, Ásta Birna, Hildur)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Stella, Marthe, Pavla)Utan vallar: 6 mínúturMörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 8/4 (19/5), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Katrín Andrésdóttir 2 (3), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6), Brynja Dögg Steinsen 1 (1), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 0 (1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 23/2 (43/5, 53%)Hraðaupphlaup: 4 (Hrafnhildur, Ágústa Edda, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 5 (Hrafnhildur 2, Rebekka Rut, Kristín, Brynja Dögg)Utan vallar: 0 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira