FH vann 27-30 sigur gegn Gróttu í N1-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesinu í kvöld en staðan var 14-15 gestunum í vil í hálfleik.
FH styrkti þar með stöðu sína í toppbaráttunni en Grótta er sem fyrr í harðri botnbaráttu.
Bjarni Fritzson var markhæstur hjá FH með 8 mörk en Ólafur Guðmundsson skoraði 6 mörk. Hjá Gróttu var Anton Rúnarsson markahæstur með 8 mörk.