Lífið

Avatar oftast stolið 2010

Ævintýramyndinni Avatar var oftast stolið á netinu á þessu ári.
Ævintýramyndinni Avatar var oftast stolið á netinu á þessu ári.
Ævintýramyndinni Avatar var oftast stolið á netinu árið 2010, samkvæmt upplýsingum frá skráaskiptabloggsíðunni Torr­entFreak. Alls var myndinni halað niður 16,6 milljón sinnum.

Í öðru sæti var hasarmyndin Kick-Ass með 11,4 milljónir niðurhala og í því þriðja lenti Inception með 9,7 milljónir. Sú mynd sem lenti í efsta sæti á síðasta ári var Star Trek sem var stolið ellefu milljón sinnum.

James Cameron, leikstjóri Avatar, hefur sagt að þrívíddar­myndir geti helst komið í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Það kom þó ekki í veg fyrir að milljónir næðu sér í Avatar á netinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.