Fótbolti

Messi er enginn leikari - þriggja mínútna sönnun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er erfitt að stöðva Barcelona-manninn Lionel Messi sem er af mörgum talinn vera besti fótboltamaður í heimi. Ólíkt flestum öðrum knattspyrnusnillingum þá lætur Messi leikaraskapinn næstum því alveg vera og það þrátt fyrir að verða fyrir stöðugum árásum frá grimmum varnarmönnum.

Í meðfylgjandi þriggja mínúnta myndbandi má sjá fjölmörg dæmi um það að Messi reynir alltaf að standa að sér árásir varnarmanna mótherjanna og halda áfram. Hann hættir ekki nema þegar varnarmönnunum hefur tekist að meiða hann með fólskubrotum sínum.

Það er því ekki aðeins erfitt að stoppa Messi á löglegan hátt því varnarmenn þurfa oft að hafa mikið fyrir því að stoppa Messi á ólöglegan hátt líka eins og kemur vel í ljós í umræddu myndbandi.
Eitt mark Lionel Messi á þessu tímabili.Mynd/AP
Lionel Messi hefur skorað 27 mörk og gefið 15 stoðsendingar í 23 fyrstu leikjum Barcelona á tímabilinu þar af hafa 17 mörk og 12 stoðsendingar komið hjá honum í 14 deildarleikjum.

Messi hefur alls skorað 154 mörk og gefið 67 stoðsendingar í 237 leikjum sínum með Barcelona í öllum keppnum frá því að hann lék sinn fyrsta leik með spænska liðinu tímabilið 2004-2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×