Reyndur sérfræðingur ráðinn í tiltektina á Eik Banki 1. október 2010 08:29 Bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, hefur ráðið hinn reynda bankasérfræðing Jörn Astrup Hansen til þess að stjórna tiltektinni sem framundan er hjá Eik Banki. Hansen er m.a. sérfræðingur í efnahagsmálum á Íslandi og í Færeyjum en hann skrifaði viðauka í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþings um bankahrunið hér á landi. Í frétt um málið á business.dk segir að Hansen hafi m.a. verið fenginn til að endurskipuleggja Færeyjabanka (nú BankNordik) á sínum tíma. Tókst honum að endurvekja Færeyjabanka sem traustann og ábatasaman banka. Í tilkynningu frá Finansiel Stabilitet segir að þegar endanlega verður búið að ganga frá yfirtöku Eik Banki muni bankaumsýslan reyna að selja bankann aftur. Bankaumsýslan metur það sem svo að auðvelt verði að selja færeyska hluta bankans, en þar hafa bæði móðurfélagið TF Holding sem og skilanefnd Kaupþings lýst yfir áhuga sínum á að leggja fram fjármagn til að halda starfseminni í Færeyjum áfram. Hvað dótturbankann í Danmörku varðar, Eik Bank, sem er stærsti netbanki Danmerkur með um 100.000 viðskiptavini verður reynt að selja þá starfsemi í hendur annars dansks banka. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, hefur ráðið hinn reynda bankasérfræðing Jörn Astrup Hansen til þess að stjórna tiltektinni sem framundan er hjá Eik Banki. Hansen er m.a. sérfræðingur í efnahagsmálum á Íslandi og í Færeyjum en hann skrifaði viðauka í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþings um bankahrunið hér á landi. Í frétt um málið á business.dk segir að Hansen hafi m.a. verið fenginn til að endurskipuleggja Færeyjabanka (nú BankNordik) á sínum tíma. Tókst honum að endurvekja Færeyjabanka sem traustann og ábatasaman banka. Í tilkynningu frá Finansiel Stabilitet segir að þegar endanlega verður búið að ganga frá yfirtöku Eik Banki muni bankaumsýslan reyna að selja bankann aftur. Bankaumsýslan metur það sem svo að auðvelt verði að selja færeyska hluta bankans, en þar hafa bæði móðurfélagið TF Holding sem og skilanefnd Kaupþings lýst yfir áhuga sínum á að leggja fram fjármagn til að halda starfseminni í Færeyjum áfram. Hvað dótturbankann í Danmörku varðar, Eik Bank, sem er stærsti netbanki Danmerkur með um 100.000 viðskiptavini verður reynt að selja þá starfsemi í hendur annars dansks banka.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira