Innlent

Alþjóðahúsið flytur í nýtt húsnæði

Alþjóðahúsið hefur hingað til verið staðsett í miðborg Reykjavíkur. Nú eru þau flutt í gamla húsnæðið hjá HR við Kringluna.
Alþjóðahúsið hefur hingað til verið staðsett í miðborg Reykjavíkur. Nú eru þau flutt í gamla húsnæðið hjá HR við Kringluna.

Alþjóðahúsið hefur flutt starfsemi sína af Laugavegi 37 að Ofanleiti 2 þar sem áður var aðalbygging Háskólans í Reykjavík fyrir flutning skólans í Nauthólsvík.

Alþjóðahúsið verður þar einn af þátttakendum í uppbyggingu samstarfs um menntun og nýsköpun.

Alþjóðahúsið er leiðandi fyrirtæki á sviði aðlögunar fyrir útlendinga á Íslandi. Félagið starfar á sviði lögfræðiþjónustu, túlka-og þýðingaþjónustu, íslenskukennslu og margs konar þjónustu á sviði gagnkvæmrar aðlögunar einstaklinga sem búsettir eru á Íslandi og eru af erlendu bergi brotnir. Starfsmenn Alþjóðahúss eru 7 talsins.

Þá hefur Erla Bolladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Erla er menntaður kennari og heimspekingur frá Háskóla Íslands og lýkur senn þaðan M.Ed. prófi í Fjölmenningu. Hún hefur búið erlendis um árabil, meðal annars á Hawaii og í Suður Afríku.

Undanfarin ár hefur hún kennt íslensku fyrir útlendinga á vegum Alþjóðahússins auk annarra starfa á sviði aðlögunar fólks af erlendum uppruna sem búsett er á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×