Stenst ekki skoðun 22. október 2010 06:00 Í greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á fundi þann 12. október síðastliðinn segir m.a.: ,,Því er beint til stofnana borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- eða lífsskoðunarfélaga." Undirrituð undrast þetta orðaval sem og annað stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Sannarlega er menntun forstöðumanna eða starfsmanna trúar- eða lífsskoðunarfélaga misjafnlega háttað. En ljóst má vera hvaða menntun prestar Þjóðkirkjunnar, prestar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði búa yfir. Allir þessir aðilar hafa lokið a.m.k. fimm ára háskólanámi í guðfræði, auk þess sem margir hafa lokið viðbótarmenntun. Þeir eru allir fagaðilar m.a. á sviði áfallastuðnings, fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem og eftirfylgd þeirra sem verða fyrir áföllum. Margir hafa sérmenntað sig á sviðum er lúta að sálgæslu, fjölskylduráðgjöf, handleiðslu og áfallastuðningi, svo fátt eitt sé nefnt. Símenntun er mikilvægur hluti starfa prestsins og einmitt hluti af starfsskyldum. Til símenntunar er hvatt sérstaklega af fagfélaginu m.a. fyrir tilstilli Vísindasjóðs Prestafélags Íslands sem og yfirstjórnar kirkjunnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á faghandleiðslu undanfarinn áratug og hafa prestar ávallt átt greiðan aðgang að faghandleiðslu innan Þjóðkirkjunnar. Einn hluti margbreytilegra starfa prestsins er þjónusta sem veitt er á forsendum þess sem þjónað er. Fjölmenning er veruleiki skólasamfélagsins og því er augljóst að þjónusta presta svo sem vegna áfalla er veitt í skólum á forsendum nemenda og skóla. Sem embættismenn sinna prestar Þjóðkirkjunnar þjónustu við skóla vegna áfalla án endurgjalds og er sú þjónusta hluti af þeim embættisskyldum að veita þjónustu óháð trúfélagaaðild. Hið sama á við um presta Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins, þ.e. þeir sinna þjónustu v. áfalla t.d. við skóla án endurgjalds. Oft er einföld skýring á því hvers vegna prestur er kallaður til vegna áfalla fremur en annar fagaðili. Tökum dæmi úr þessari viku. Nemandi grunnskóla missir nákominn ættingja skyndilega, skólinn kallar til fagaðila sem er prestur til þess að ræða við bekk nemandans um áföll og stuðning. Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en alls ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra. Sá prestur sem kallaður er til er sá hinn sami og kallaður var út að kvöldlagi af lögreglu til að sinna fjölskyldunni, sá sami og sér síðar um kistulagningu, útför og eftirfylgd viðkomandi fjölskyldu. Hann er því mikilvægur tengiliður skóla, nemenda, foreldra, lögreglu, heilbrigðisstétta og fjölskyldu. Mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara aðila þegar áföll verða. Samvinna sem gefið hefur góða raun. Af þessu leiðir að yfirlýsing Mannréttindaráðs Reykjavíkur stenst ekki skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Í greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á fundi þann 12. október síðastliðinn segir m.a.: ,,Því er beint til stofnana borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- eða lífsskoðunarfélaga." Undirrituð undrast þetta orðaval sem og annað stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Sannarlega er menntun forstöðumanna eða starfsmanna trúar- eða lífsskoðunarfélaga misjafnlega háttað. En ljóst má vera hvaða menntun prestar Þjóðkirkjunnar, prestar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði búa yfir. Allir þessir aðilar hafa lokið a.m.k. fimm ára háskólanámi í guðfræði, auk þess sem margir hafa lokið viðbótarmenntun. Þeir eru allir fagaðilar m.a. á sviði áfallastuðnings, fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem og eftirfylgd þeirra sem verða fyrir áföllum. Margir hafa sérmenntað sig á sviðum er lúta að sálgæslu, fjölskylduráðgjöf, handleiðslu og áfallastuðningi, svo fátt eitt sé nefnt. Símenntun er mikilvægur hluti starfa prestsins og einmitt hluti af starfsskyldum. Til símenntunar er hvatt sérstaklega af fagfélaginu m.a. fyrir tilstilli Vísindasjóðs Prestafélags Íslands sem og yfirstjórnar kirkjunnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á faghandleiðslu undanfarinn áratug og hafa prestar ávallt átt greiðan aðgang að faghandleiðslu innan Þjóðkirkjunnar. Einn hluti margbreytilegra starfa prestsins er þjónusta sem veitt er á forsendum þess sem þjónað er. Fjölmenning er veruleiki skólasamfélagsins og því er augljóst að þjónusta presta svo sem vegna áfalla er veitt í skólum á forsendum nemenda og skóla. Sem embættismenn sinna prestar Þjóðkirkjunnar þjónustu við skóla vegna áfalla án endurgjalds og er sú þjónusta hluti af þeim embættisskyldum að veita þjónustu óháð trúfélagaaðild. Hið sama á við um presta Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins, þ.e. þeir sinna þjónustu v. áfalla t.d. við skóla án endurgjalds. Oft er einföld skýring á því hvers vegna prestur er kallaður til vegna áfalla fremur en annar fagaðili. Tökum dæmi úr þessari viku. Nemandi grunnskóla missir nákominn ættingja skyndilega, skólinn kallar til fagaðila sem er prestur til þess að ræða við bekk nemandans um áföll og stuðning. Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en alls ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra. Sá prestur sem kallaður er til er sá hinn sami og kallaður var út að kvöldlagi af lögreglu til að sinna fjölskyldunni, sá sami og sér síðar um kistulagningu, útför og eftirfylgd viðkomandi fjölskyldu. Hann er því mikilvægur tengiliður skóla, nemenda, foreldra, lögreglu, heilbrigðisstétta og fjölskyldu. Mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara aðila þegar áföll verða. Samvinna sem gefið hefur góða raun. Af þessu leiðir að yfirlýsing Mannréttindaráðs Reykjavíkur stenst ekki skoðun.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun