![](https://www.visir.is/i/A307F4BC529C6362980A3E2B1C6DD7CBC43494D5F7BDE6D8D624017AF9E6CEB2_80x80.jpg)
Áfram nú!
Kynbundið ofbeldi – ekki meirRíkisstjórn og Alþingi hafa stigið markviss skref í jafnréttismálum, ekki síst í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, mansali og vændi. Við munum halda ótrauð áfram á sömu braut, innleiða austurrísku leiðina og nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og síðast en ekki síst vinna nýja framsækna áætlun gegn kynbundnu ofbeldi.
Talið er að um þriðja hver kona verði fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Í sögulegu samhengi er örstutt síðan þagnarmúrinn í kringum ofbeldið var rofinn og enn erum við sem samfélag að grafa upp misgjörðir fortíðarinnar sem urðu þögguninni að bráð. Enn er ofbeldið gegn konum og börnum smánarblettur á samfélagi okkar. Það þrekvirki sem þolendur kynbundins ofbeldis hafa unnið með stofnun samtaka á borð við Kvennaathvarfið, Stígamót, Blátt áfram og nú síðast Drekaslóð er aðdáunarvert. Í þessari baráttu eru margar hetjur. Það er til marks um mikinn árangur að sjónarhorn baráttunnar hefur getað færst frá því að sannfæra samfélagið í heild um að brotin eigi sér stað, séu umfangsmikil og hafi gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir heill og helgi hvers sem fyrir verður - og yfir í það að beinast að stofnanakerfi samfélagsins, lagaumgjörð, réttarvörslukerfi og viðbúnaði þess til að bregðast við. Þar er mikið verk að vinna.
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnarNú stendur yfir endurskoðun á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi, en sú áætlun sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur skilað miklum árangri. Þar ber hæst bæði rannsóknir og útgáfu á viðamiklu fræðsluefni ætlað ýmsum fagstéttum sem eru annaðhvort í aðstöðu til að greina eða veita þolendum aðstoð. Í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er unnið að úrbótum á lagaumgjörð, meðal annars með það að markmiði að heimila lögreglu að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem gjarnan er nefnt austurríska leiðin. Okkur ber skylda til þess að tryggja að réttarvörslukerfið gegni á hverjum tíma þeirri grundvallarskyldu sinni að verja þolendur. Rétt er í þessu samhengi að nefna aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009, en eftir henni er unnið af kappi. Baráttan gegn mansali er liður í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi enda rík tengsl þar á milli.
Klukkan 14.25Það er ekki hending ein að konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.25 á mánudaginn kemur. Væru konur almennt með sömu tekjur og karlar væru þær á þeirri mínútu búnar að ná þeim daglaunum sem þeim eru núna greidd. Þetta endurspeglar tekjumuninn í heild á milli karla og kvenna.
Núna vantar aðeins eitt ár upp á að fyrstu lögin um launajafnrétti kynjanna nái hálfrar aldar afmæli. Sú spurning er áleitin hvers vegna ekki hefur meira áunnist á síðari árum. Stjórnvöld hafa ráðist í fjölmargar rannsóknir, skipað nefndir og efnt til aðgerða til að vinna á vandanum, en árangurinn er umdeilanlegur. Svo virðist sem samfélagið endurskapi og viðhaldi í sífellu þeim viðhorfum sem styðja við hinn kynskipta vinnumarkað og vanmat á kvennastéttum. Í samkeppni um stöður og stóru launatékkana virðast karlarnir bindast tryggðaböndum sem viðhalda forskoti þeirra gagnvart konum.
Ég mun leggja áherslu á að launajafnréttið verði eitt af forgangsmálum í nýrri framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Það er staðreynd að hvern dag vinnur meirihluti íslenskra kvenna langan vinnudag utan og innan heimila fyrir lægri laun en karlar. Þessar konur leggja grunn að velferð samfélags okkar á mörgum sviðum og ég skora á aðila vinnumarkaðarins að tryggja að það endurspeglist nú í komandi kjarasamningum. Ég skora á alla vinnuveitendur um land allt að gefa konum frí kl. 14.25 á mánudaginn kemur og sýna með því samstöðu með hetjum dagsins!
Skoðun
![](/i/88FD222B8D4F5315CB0EDFB64E3457559269404DA873D02C0F41B4D2EB0A6758_390x390.jpg)
Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar
![](/i/4F147F9CEB14D29F5AEB733710A48833FC9069359BB4B20FF9EDFBF62DD6B90C_390x390.jpg)
Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/0D60AA7DB20F6A90A8F8715216F8C5EA9376F1E551C053EE388196F065041070_390x390.jpg)
Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar
![](/i/21CC7B20AE8816B80709D33075E9F52FC6009F6E2E9440F9DEEABA82FD3F5228_390x390.jpg)
Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar
![](/i/22729E24E9056A61F19B0494E874A6C01C185F12188C07B05C0D59C21AAECA17_390x390.jpg)
Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
![](/i/FAFFCD8B106CD22281B58BF0628DDB580C3464EA6B39A70D00186457E9268CF5_390x390.jpg)
Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar
![](/i/A71B32BD7619C67094795FE2958AFB3839A16C3E8C20A9758CECF21A65D001FA_390x390.jpg)
Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar
![](/i/54AFA4D4C73FA6D162898BF7251C6078CB1DFD8069F2B37D66CEBFADA1AFD236_390x390.jpg)
Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar
Ísabella Markan skrifar
![](/i/CC84741BCF8CA44606605C941D373850956B79A76D4ADF787FC4711DEF037637_390x390.jpg)
Að koma skriðdreka á Snæfellsnes
Jón Ingi Hákonarson skrifar
![](/i/906693C9CBE4337CACE6A4157E19ACC342B6811DB981BC6C81FC90A53C7E6E0F_390x390.jpg)
Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar
![](/i/97FAF88FBB13218266B91BAB0961A6D82B8E4BBF848C33D60253F2B187625E0A_390x390.jpg)
Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu?
Davíð Bergmann skrifar
![](/i/6A0FD1C67FC6410835256C49E6509952EB534831B4D8E2BFF4E9A50F499CFDF1_390x390.jpg)
Skiptir hugarfarið máli?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
![](/i/57D5E0D4BD73B713FC2D4B6E774E1C27F30DE8399D99CCBB79235CD0AAEF6224_390x390.jpg)
Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði
Davíð Már Sigurðsson skrifar
![](/i/1F2B558BF501B12AD95ABC8F03BE7BF57B061B2D32CEB9F1D458A22B905AC5F9_390x390.jpg)
Verkfærakistan er alltaf opin
Ástþór Ólafsson skrifar
![](/i/FFCAE1F836A7D5B079A281E8759AAFB270F01CF26ADE430D4FC5704DF2ED29DC_390x390.jpg)
Píratar til forystu
Guðni Freyr Öfjörð skrifar
![](/i/41E4B2B458637A9C627FD0811EF6F318169FA199286A9F16931D6F87982EBD59_390x390.jpg)
Beðið fyrir verðbólgu
Halla Gunnarsdóttir skrifar
![](/i/1B5DC560FCC35BDA8D9CC012DE0DF6E0DCED57639456D02F90AC400ACFE5AC0B_390x390.jpg)
Minni pólitík, meiri fagmennska
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
![](/i/A47A6AC9C4215F8F0DB44D69A28EEBDB322CC7F97BA44E68144E35EB9D11E5C0_390x390.jpg)
Ný krydd í skuldasúpuna
Helgi Áss Grétarsson skrifar
![](/i/1A6BC32C82325B402A267C1FC40BBB22602E9B91FB301B420362CF74B73848B0_390x390.jpg)
Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Heimir Örn Árnason skrifar
![](/i/1E3149462E474E43C655540546F9294D4F7D64A929449DDB928E5FA46F5D7847_390x390.jpg)
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna
Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
![](/i/0AD591B475824502C50BCDAB8FD498B5D143FBED3D3FBD09FA25EC1D7F32E2E7_390x390.jpg)
Er Inga Sæland Þjófur?
Birgir Dýrfjörð skrifar
![](/i/7B3AB486F67D113474359B499618E5CEA3A7EE953A750F030E81523DD2D4CE40_390x390.jpg)
Kona
Anna Kristjana Helgadóttir skrifar
![](/i/BFAC1AA263BE258E79377E1462667EA5B028917ED4EED7551C230F4F83064038_390x390.jpg)
Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Gunnar H. Garðarsson skrifar
![](/i/82FD24C55AC1EBCDCF28E3FC7EF9032DAB972DF4BF88B487AB8727BE8BD8E7DB_390x390.jpg)
Orð skulu standa
Jón Pétur Zimsen skrifar
![](/i/011900B156EA83FA3B1F9C9BBE62E05B740DE2CABFF8A3DF1F74D490D203FAD6_390x390.jpg)
Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Einar Mikael Sverrisson skrifar
![](/i/3FC7B614206A74E6D22608BEBC6EB1FFE963D5E61D63CEA5C489AFFD733DE342_390x390.jpg)
Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú
Árni Sigurðsson skrifar
![](/i/A1AAB4A9EF09A6BD72B0158BB6C972BA2BA4D235B490C87DFFFDC0328B14FE70_390x390.jpg)
Viljum við það besta fyrir börnin okkar?
Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar
![](/i/34D61AE95CCC1503A44932B26F57CDA1E6289B48E82073F7CC4B8DEB5A63E385_390x390.jpg)
Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa
Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar