Bókin um Akranes kostar 100 milljónir - 23 ár í vinnslu Erla Hlynsdóttir skrifar 22. nóvember 2010 15:32 Gunnlaugur Haraldsson hefur verið í 23 ár að rita fyrstu tvö bindin af sögu Akraness Mynd: GVA Loks sér fyrir endann á ritun fyrstu tveggja bindanna í sögu Akranesskaupstaðar en söguritari leggur þessa dagana lokahönd á verkið. Endanlegur kostnaður við ritun þessara tveggja binda, og undirbúning hennar fyrir útgáfu, verður um 96 milljónir. Gunnlaugur Haraldsson hefur unnið að ritun verksins frá árinu 1997 og fer stærsti hluti greiðslunnar til hans. Tíu ár þar á undan vann Jón Böðvarsson að verkinu. Ef kostnaðinum við ritunina er dreift niður á íbúa Akranesskaupstaðar jafngildir hann því að hvert mannsbarn í bæjarfélaginu greiði um 15 þúsund krónur fyrir verkið, en á Akranesi búa nú um 6.550 manns. Enn eru óunnin seinni tvö bindin af sögu Akraness og er óvíst hvort þau verða rituð, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Bæjarráð Akranesskaupstaðar hefur falið bæjarstjóra Akraness að ganga til samninga við Uppheima ehf. um útgáfu fyrstu tveggja bindanna. Annar aðaleigenda Uppheima hefur lengi búið á Akranesi og fyrstu starfsár fyrirtækisins sá það um útgáfu Árbókar Akurnesinga og gerir enn. Að sögn Árna Múla Jónassonar bæjarstjóra er það hluti af ástæðunni fyrir því að byrjað verður á að reyna að ná samningum við Uppheima. „Ekki hrist fram úr erminni" Spurður hvort honum finnist réttlætanlegt að bæjarfélagið greiði hátt í hundrað milljónir fyrir ritun sögu Akranesskaupstaðar segir Árni Múli erfitt að leggja á það mat og bendir á að aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann tók við sem bæjarstjóri. „Ég hef ekki grænan grun um hvað er eðlilegt í þessu sambandi. Við viljum bara fara að koma þessu út og gleðja bæjarbúa. Það sem ég hef séð af þessu verki heillaði mig. Það er greinilegt að þetta er ekki hrist fram úr erminni," segir Árni Múli. Ef ekki nást góðir samningar við Uppheima verður leitað til annarra útgáfufélaga. Kostnaður við útgáfu leggst ofan á milljónirnar 96. Sú upphæð miðast við uppreiknaðan kostnað miðað við meðalvísitölu hvers árs frá árinu 1987 og til dagsins í dag. Gert er ráð fyrir að fyrstu tvö bindin komi út á fyrri hluta næsta árs. Söguritari hefur meðfram vinnu sinni við ritun fyrstu tveggja bindanna viðað að sér upplýsingum sem talið er að geti nýst ef verður af ritun seinni bindanna tveggja. Vísir greindi síðast í janúar frá kostnaði við ritun sögu Akranesskaupstaðar og var hann kominn upp í tæpar 80 milljónir samkvæmt þeim gögnum sem þá lágu fyrir. Uppfært 23. nóvember: Kristján Kristjánsson, annar aðaleigandi Uppheima, vill koma á framfæri: „Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur hefur unnið að ritun sögu Akraness síðan 1997. Þar áður fékkst Jón Böðvarsson við verkefnið - frá árinu 1987, og eitt bindi var gefið út. Eins og lesa má um í fundargerðum ritnefndar á vef Akranekaupstaðar liggur fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Haraldssyni m.a,. að þriðja bindið er nú þegar skrifað og söfnun efnis í það fjórða vel á veg komið." Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Loks sér fyrir endann á ritun fyrstu tveggja bindanna í sögu Akranesskaupstaðar en söguritari leggur þessa dagana lokahönd á verkið. Endanlegur kostnaður við ritun þessara tveggja binda, og undirbúning hennar fyrir útgáfu, verður um 96 milljónir. Gunnlaugur Haraldsson hefur unnið að ritun verksins frá árinu 1997 og fer stærsti hluti greiðslunnar til hans. Tíu ár þar á undan vann Jón Böðvarsson að verkinu. Ef kostnaðinum við ritunina er dreift niður á íbúa Akranesskaupstaðar jafngildir hann því að hvert mannsbarn í bæjarfélaginu greiði um 15 þúsund krónur fyrir verkið, en á Akranesi búa nú um 6.550 manns. Enn eru óunnin seinni tvö bindin af sögu Akraness og er óvíst hvort þau verða rituð, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Bæjarráð Akranesskaupstaðar hefur falið bæjarstjóra Akraness að ganga til samninga við Uppheima ehf. um útgáfu fyrstu tveggja bindanna. Annar aðaleigenda Uppheima hefur lengi búið á Akranesi og fyrstu starfsár fyrirtækisins sá það um útgáfu Árbókar Akurnesinga og gerir enn. Að sögn Árna Múla Jónassonar bæjarstjóra er það hluti af ástæðunni fyrir því að byrjað verður á að reyna að ná samningum við Uppheima. „Ekki hrist fram úr erminni" Spurður hvort honum finnist réttlætanlegt að bæjarfélagið greiði hátt í hundrað milljónir fyrir ritun sögu Akranesskaupstaðar segir Árni Múli erfitt að leggja á það mat og bendir á að aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann tók við sem bæjarstjóri. „Ég hef ekki grænan grun um hvað er eðlilegt í þessu sambandi. Við viljum bara fara að koma þessu út og gleðja bæjarbúa. Það sem ég hef séð af þessu verki heillaði mig. Það er greinilegt að þetta er ekki hrist fram úr erminni," segir Árni Múli. Ef ekki nást góðir samningar við Uppheima verður leitað til annarra útgáfufélaga. Kostnaður við útgáfu leggst ofan á milljónirnar 96. Sú upphæð miðast við uppreiknaðan kostnað miðað við meðalvísitölu hvers árs frá árinu 1987 og til dagsins í dag. Gert er ráð fyrir að fyrstu tvö bindin komi út á fyrri hluta næsta árs. Söguritari hefur meðfram vinnu sinni við ritun fyrstu tveggja bindanna viðað að sér upplýsingum sem talið er að geti nýst ef verður af ritun seinni bindanna tveggja. Vísir greindi síðast í janúar frá kostnaði við ritun sögu Akranesskaupstaðar og var hann kominn upp í tæpar 80 milljónir samkvæmt þeim gögnum sem þá lágu fyrir. Uppfært 23. nóvember: Kristján Kristjánsson, annar aðaleigandi Uppheima, vill koma á framfæri: „Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur hefur unnið að ritun sögu Akraness síðan 1997. Þar áður fékkst Jón Böðvarsson við verkefnið - frá árinu 1987, og eitt bindi var gefið út. Eins og lesa má um í fundargerðum ritnefndar á vef Akranekaupstaðar liggur fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Haraldssyni m.a,. að þriðja bindið er nú þegar skrifað og söfnun efnis í það fjórða vel á veg komið."
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira